23.01.2018 13:16

24. strandagangan

Næsta Strandaganga verður haldin 10. mars 2018.  Þetta verður í 24. skiptið sem Strandagangan verður gengin en hún hefur verið árviss viðburður frá fyrstu göngunni sem haldin var árið 1995. 

11.03.2017 22:45

Úrslit Strandagöngunnar

Úrslit Strandagöngunnar 2017 er að finna á timataka.net, myndir frá göngunni er m.a. að finna á mundipals.123.is

11.03.2017 09:28

Starti í Strandagöngunni frestað til kl. 14

Starti í Strandagöngunni er seinkað til kl. 14.  Það hefur snjóað mikið í nótt og þarf að moka bílastæðið aftur auk þess sem illa gengur að troða brautina þar sem snjórinn er blautur og þungur.  Brautin verður stytt niður í 5 km hring.  Start í 1 km og forstart í 20 km verður kl. 14 og start í 5, 10 og 20 km kl. 14.30

09.03.2017 11:29

Dagskrá Strandagöngunnar

Dagskrá Strandagöngunnar 2017:

Föstudagur 10. mars:

Kl. 18.30-21 Pastaveisla og afhending númera  í Félagsheimilinu á Hólmavík

 

Laugardagur 11. mars:

kl. 11 Skráningu lýkur

kl. 11.30 start í 1 km vegalengd

kl. 12 start í 5, 10 og 20 km vegalengdum

eftir kl. 14 sturtur og heitir pottar í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík

kl. 15.00 kaffihlaðborð og verðlaunaafhending í Félagsheimilinu á Hólmavík

 

Í ár erum við með nýjung  í Strandagöngunni sem er pastahlaðborð kl. 18.30-21 á morgun föstudag.

Spáin fyrir laugardaginn fer batnandi þar sem spáð er kl. 12 á laugardag á Þröskuldum 2°c hita, suðvestan 2 m/s og hálfskýjað.  Við viljum þó biðja fólk um að fylgjast vel með fréttum hér á síðunni, á facebook sem og veðurspám þar sem úrkomusvæði á að ganga yfir aðfaranótt laugardagsins.

 

09.03.2017 11:24

Gististaðir í Reykhólasveit

Við bendum fólki á að einnig eru gististaðir í Reykhólasveit þaðan sem stutt er á Þröskulda:

 

Álftaland Reykhólum sími: 8927558/8632363

Hellisbraut 14 Reykhólum sími: 8937787

Miðjanes sími: 6903825

Hótel Bjarkalundur sími: 4347762

07.03.2017 12:10

Helstu gististaðir

   Helstu gististaðir á Hólmavík og nágrenni eru:

Hótel Laugarhóll Bjarnarfirði 510 Hólmavík sími: 6985133

Gistiheimilið Malarhorn Grundargötu 17 520 Drangsnes sími: 8536520

Gistiþjónusta Sunnu Drangsnesi sími: 8461640 sunna@drangsnes.is

Iceland Visit Hostel Hafnarbraut 25,Hólmavík sími: 8606670

Finna Hótel Borgabraut 4 510 Hólmavík sími: 8561911

Steinhúsið Höfðaötu 1 510 Hólmavík sími: 8561911 steinhusid@simnet.is

Ferðaþjónustan Kirkjubóli 510 Hólmavík sími: 4513474 kirkjubol@strandir.is

Broddanes hostel Broddanesi 510 Hólmavík sími: 6181830

 

Stutt er af Þröskuldum í Reykhólasveit þar sem einnig eru gististaðir

06.03.2017 23:00

Kennitölur fylgi með skráningu

Við viljum biðja fólk um að láta kennitölur fylgja með skráningum.  Í Strandagöngunni verður notuð flögutímataka og því betra að kennitalan fylgi með, einnig verður hægt að fá tímann sendan í gsm-símanúmer að keppni lokinni.

 

Veðurspáin fyrir helgina lofar góðu, um hádegi á laugardaginn er spáð hita um frostmark, hægviðri og hálfskýjað á Þröskuldum.

 

Við minnum fólk á að skrá sig tímanlega því skráningargjaldið hækkar miðvikudaginn 8. mars

26.02.2017 23:08

Skráning er hafin í Strandagönguna

Skráning er hafin í 23. Strandagönguna.  Lítill snjór er í Selárdal en nægur snjór á Þröskuldum þannig að eins og staðan er í dag er líklegast að gangan verði haldin á Þröskuldum 11. mars.  

Skráningar skal senda í tölvupósti til Aðalbjargar Óskarsdóttur ritara Skíðafélags Strandamanna á netfangið allaoskars@gmail.com upplýsingar sem þurfa að vera í skráningunni eru:

Nafn keppanda

Hérað

Kennitala

Vegalengd

Gsm-símanúmer

 

Þátttökugjald til 7. mars:

20 km: 5.000 kr

10 km: 4.000 kr

5 km: 3.000 kr

15 ára og yngri 1.000 kr

 

Þátttökugjald 8.-10. mars:

20 km 7.000 kr

10 km 5.000 kr

5 km 4.000 kr

15 ára og yngri 2.000 kr

 

Þátttökugjald 11. mars (keppnisdagur)

20 km 10.000 kr

10 km 7.000 kr

5 km 5.000 kr

15 ára og yngri 3.000 kr

17.04.2016 11:54

Leiðrétt úrslit

Ein leiðrétting hefur verið gerð á úrslitum Strandagöngunnar, Þórey Gylfadóttir var í öðru sæti í 20 km í flokki kvenna 50-59 ára og er bikar fyrir 2. sætið á leiðinni til hennar.  Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum

16.04.2016 21:35

Úrslit Strandagöngunnar

Úrslit 22. Strandagöngunnar eru komin inn á síðuna undir liðnum úrslit, en gangan var haldin í dag laugardaginn 16. apríl 2016 á Þröskuldum.  Veður hefði mátt vera betra en suðvestanstrekkingur var, skýjað og súld sem breyttist í haglél í lok göngunnar.  Ræstir keppendur voru 78 talsins og luku 76 þeirra keppni.  Skíðafélag Strandamanna þakkar keppendum sem komu víðs vegar að af landinu fyrir þátttökuna.  Starfsmenn göngunnar fá bestu þakkir fyrir vel unnin störf.  Sjáumst í 23. Strandagöngunni!

12.04.2016 23:04

Dagskrá Strandagöngunnar

Dagskrá Strandagöngunnar 2016:

Föstudagur 15. apríl:  Afhending númera og skráning kl. 20-22 hjá Völu og Kristjáni Kópnesbraut 23 Hólmavík

Laugardagur 16. apríl:

kl. 11 Skráningu lýkur

kl. 11.30 start í 1 km vegalengd

kl. 12 start í 5, 10 og 20 km vegalengdum

kl. 14 sturtur og heitir pottar í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík

kl. 15 kaffihlaðborð og verðlaunaafhending í Félagsheimilinu á Hólmavík

12.04.2016 09:35

Breytt tímasetning á starti í Strandagöngunni

Eftirfarandi breyting hefur verið gerð á starttímum í Strandagöngunni laugardaginn 16. apríl:

Kl. 11:30  1 km og 20 km fyrir þá sem ganga vegalengdina á lengri tíma en 2 klukkutímum.

Kl. 12:00  5 km, 10 km og 20 km

11.04.2016 10:26

Strandagangan verður haldin á Þröskuldum

Strandagangan verður haldin laugardaginn 16. apríl á Þröskuldum.  Þar er nægur snjór og góðar aðstæður til skíðagöngu.  Síðustu dagar hafa verið hlýir og sólríkir og hefur leyst það mikið í Selárdal að ekki er lengur möguleiki á að halda gönguna þar.  Við minnum á skráninguna í tölvupósti á allaoskars@gmail.com

Flettingar í dag: 12
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 80
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 59168
Samtals gestir: 16043
Tölur uppfærðar: 21.2.2018 07:41:07