11.03.2014 10:11

Hversu margar Strandagöngur hefur þú gengið

Í tilefni þess að Strandagangan verður gengin í 20. skipti næstkomandi laugardag fá þeir sem lokið hafa 10 eða 20 göngum sérstakar viðurkenningar sem afhentar verða á kaffihlaðborðinu og verðlaunaafhendingunni á laugardaginn kl. 16.

 

Veðurspáin fyrir gönguna er góð en norska spáin gerir ráð fyrir logni, 2 gráðu frosti og 1,6 mm úrkomu milli kl. 12 og 6 á laugardaginn.

 

Aðstæður til skíðaiðkunar hafa verið góðar í Selárdal undanfarna daga og nægur snjór.  Síðastliðinn fimmtudag vorum við með skíðaæfingu með öskudagsþema þar sem flestir mættu í öskudagsbúningunum.  Á föstudaginn var vinaæfing þar sem hægt var að bjóða vini eða vinkonu með á æfinguna.  Á laugardaginn var Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð í góðu veðri.  Og seinnipartinn á sunnudaginn var löng skíðaæfing sem endaði á skemmtilegum leikjum.

Flettingar í dag: 112
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 152
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 77579
Samtals gestir: 16223
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 21:41:08