Strandagangan 2014"/>

19.03.2014 22:45

Strandagangan 2014

Strandagangan 2014

Starfsmenn:

Göngustjóri:  Þorsteinn Sigfússon

Brautarstjóri:  Kristján Hólm Tryggvason

Brautarlagning: Kristján Hólm  Tryggvason

Hönnun brautar: Ragnar Bragason

Brautarverðir:  Úlfar Örn Hjartarson, Pétur Matthísson, Sigurður Árni Vilhjálmsson og Halldór Logi Friðgeirsson

Ræsir:  Þorsteinn Sigfússon

Tímaverðir:  Jón Stefánsson, Reynir Björnsson, Sigurlaug Stefánsdóttir, Steinar Þór Baldursson, Guðbrandur Ásgeir Sigurgeirsson

Ritari:  Bryndís Sveinsdóttir Hrefna Guðmundsdóttir og Dagbjört H. Torfadóttir

Djúsgjafar:  Lýður Jónsson, Theodór Þórólfsson

Skráning:  Aðalbjörg Óskarsdóttir

Tölvuvinnsla:  Aðalbjörg Óskarsdóttir og Kristján Hólm Tryggvason

Ljósmyndun:  Ingimundur Pálsson

Ljósmynd á auglýsingu fyrir Strandagönguna 2014:  Jón Halldórsson

 

Veitingar:

Þuríður Signý Friðriksdóttir, Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Kristján Hólm Tryggvason, Aðalbjörg Óskarsdóttir, Guðbjörg Hauksdóttir, Rósmundur Númason, Marta Sigvaldadóttir, María Mjöll Guðmundsdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Aðalheiður Ragnarsdóttir, Jóna Þórðardóttir, Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir, Guðrún Smáradóttir, Bryndís Sveinsdóttir, Ragnhildur Elíasdóttir, Jóhanna Rósmundsdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir.

 

Braut:

Vegalengdir: 1 km, 5 km, 10 km og 20 km.

Startað á Brandsholti.  1 km brautin sneri rétt fyrir framan Brandsholt og kom til baka yfir Brandsholtið samhliða hinni brautinni fyrir neðan markið þaðan gengið út neðan við Syrpu og komið inn í brautina utan við holtið og þaðan gegnum hliðið, framhjá Syrpu og í markið.  10 km hringurinn var þannig:  Start á Brandsholti gengið sem leið liggur fram á tún á Geirmundarstöðum þar tekin lykkja upp í brekkuna og aftur niður með fjárhúsum og íbúðarhúsi, farið yfir veginn og niður á eyrarnar niður í Jónshólma, þaðan gengið fram hólma fram að Gilsstöðum í gegnum hliðið, meðfram Torfholti, farið fram með íbúðarhúsinu og upp rétt fyrir framan það, snúið við Gunnarslund og gengið til baka eins og leið liggur með hlíðinni yfir rafmagnsgirðinguna skammt ofan við hliðið að Gilsstöðum, þaðan rennsli niður á flóðin, gengið upp Sandhólalautina við Geirmundarstaði, yfir Sigurðargarð að Einbúa og snúið þar, rennsli niður að Sandhólaskarði, gengið yfir hólinn á heimatúninu og þaðan langt rennsli niður túnið, síðan gengið með fram hlíðinni, fyrir ofan Brandsholt, fram hjá Syrpu, upp Rósabrekku og út á Múlaengi, þar gengið með fram hlíðinni út á enda á Múlaengi og þar snúið við og gengið til baka niður í Kistu, snúið í króknum, þaðan yfir hólinn gengið neðan við Syrpu og í mark á Brandsholti.  Í 5 km vegalengdinni var snúið við á hólnum á heimatúninu.

 

Veður:

Fyrst hæg Suðaustlæg átt síðar Suðvestanhviður á stöku stað í brautinni, skýjað og væta öðru hvoru, hiti um frostmark við start en hlýnaði fljótlega eftir það í 4°c.

Færi: 

Nýr blautur snjór ofan á gömlum snjó, snjóaði töluvert um nóttina og morguninn fyrir gönguna.  Flestir gengu á sandpappír eða heitum bauk og a.m.k. 1 á Rossa special klístri með bauk yfir.  Mun verra rennsli á seinni hringnum hjá þeim sem gengu 20 km vegna bleytu í sporunum.

Keppendur:

Ræstir alls 76 keppendur, 74 luku keppni, yngsti keppandinn var 4 ára og sá elsti 81 árs.  Keppendur í 1 km voru 19 talsins, í 5 km voru 22, 10 gengu 10 km og 25 gengu 20 km vegalengdina.

Verðlaun:

Þrír fyrstu keppendur í hverjum flokki fengu bikar.  Allir keppendur í göngunni og starfsmenn fengu blátt buff merkt Strandagöngunni.  Í tilefni þess að Strandagangan var gengin í 20. skipti voru veitt heiðursverðlaun þeim sem hafa lokið 10 og 20 göngum.

Þeir sem hafa lokið 10 göngum og tóku þátt í Strandagöngunni 2014:

Stefán Snær Ragnarsson, Hjörtur Þór Þórsson, Þórhallur Ásmundsson, Bragi Guðbrandsson, Ingvar Pétursson, Magnús Eiríksson, Rósmundur Númason, Úlfar Örn Hjartarson, Vignir Örn Pálsson, Birkir Þór Stefánsson, Jón Vilhjálmur Sigurðsson, Magnús Steingrímsson og Marta Sigvaldadóttir.

20 göngur: Ragnar Bragason

 

Skíðafélag Strandamanna þakkar keppendum fyrir þátttökuna í gönguna, starfsmenn göngunnar og fólkið sem sá um kaffihlaðborðið fá bestu þakkir fyrir vel unnin störf.  Kaupfélag Steingrímsfjarðar fær kærar þakkir fyrir stuðning sinn við gönguna 20. árið í röð.  Skíðafélag Strandamanna þakkar þessum aðilum kærlega fyrir stuðninginn sem og öllum þeim sem komu að göngunni á einhvern hátt og gerðu framkvæmd hennar mögulega

Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 72
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 77734
Samtals gestir: 16285
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 16:38:04