09.03.2017 11:29

Dagskrá Strandagöngunnar

Dagskrá Strandagöngunnar 2017:

Föstudagur 10. mars:

Kl. 18.30-21 Pastaveisla og afhending númera  í Félagsheimilinu á Hólmavík

 

Laugardagur 11. mars:

kl. 11 Skráningu lýkur

kl. 11.30 start í 1 km vegalengd

kl. 12 start í 5, 10 og 20 km vegalengdum

eftir kl. 14 sturtur og heitir pottar í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík

kl. 15.00 kaffihlaðborð og verðlaunaafhending í Félagsheimilinu á Hólmavík

 

Í ár erum við með nýjung  í Strandagöngunni sem er pastahlaðborð kl. 18.30-21 á morgun föstudag.

Spáin fyrir laugardaginn fer batnandi þar sem spáð er kl. 12 á laugardag á Þröskuldum 2°c hita, suðvestan 2 m/s og hálfskýjað.  Við viljum þó biðja fólk um að fylgjast vel með fréttum hér á síðunni, á facebook sem og veðurspám þar sem úrkomusvæði á að ganga yfir aðfaranótt laugardagsins.

 

Flettingar í dag: 9
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 34
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 71594
Samtals gestir: 19310
Tölur uppfærðar: 24.1.2019 06:00:30