10.03.2018 20:50

Úrslit Strandagöngunnar 2018 á timataka.net

24. Strandagangan var haldin í dag 10. mars í Selárdal, úrslitin úr göngunni er að finna á timataka.net.  Alls voru ræstir þátttakendur í göngunni 91 og þar af luku 89 keppni.   þessi ganga er því næst fjölmennasta gangan í 24 ára sögu Strandagöngunnar aðeins gangan árið 1997 var fjölmennari með 111 ræsta þátttakendur og 109 sem luku keppni.  Veðrið hefði mátt vera betra í dag þar sem töluvert skóf í brautina á köflum, en hiti var um frostmark skýjað og ANA vindur.  Í ár var í fyrsta skipti í sögu Strandagöngunnar afhentur farandbikar fyrir fyrstu konu í mark í 20 km vegalengd en fyrst til að varðveita þann bikar er Guðný Katrín Kristinsdóttir úr Skíðagöngufélaginu Ulli.  Í 20 km í karlaflokki var fyrsti maður í mark Einar Kristjánsson einnig úr Skíðagöngufélaginu Ulli og fékk hann til varðveislu næsta árið Sigfúsarbikarinn. 

Skíðafélag Strandamanna þakkar öllum þátttakendum í Strandagöngunni 2018 kærlega fyrir þátttökuna og starfsmenn göngunnar fá kærar þakkir fyrir vel unnin störf.  Það var einnig gaman að sjá hve margir áhorfendur mættu í Selárdalinn til að fylgjast með og hvetja keppendur.  Myndir úr Strandagöngunni eru m.a. á vefsíðunum holmavik.123.is  og mundipals.123.is   ljósmyndararnir Jón Halldórsson og Sveinn Ingimundur Pálsson fá kærar þakkir fyrir myndirnar en þeir félagar hafa í mörg ár fylgt okkur í Strandagöngunni og að þessu sinni einnig með dróna.  Við sjáumst svo í  25. Strandagöngunni árið 2019. 

Flettingar í dag: 9
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 34
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 71594
Samtals gestir: 19310
Tölur uppfærðar: 24.1.2019 06:00:30