20.02.2020 13:19

Undirbúningur gengur vel

Undirbúningur fyrir Strandagönguna 7. mars gengur vel og skráningarnar streyma inn í gegnum netskraning.is, við minnum á að skráningargjaldið hækkar eftir 10 daga eða eftir 1. mars og því um að gera að skrá sig sem fyrst.

Mikill snjór er í dalnum, aðstæður góðar og verður því genginn 10 km hringur í Strandagöngunni fram að Gilsstöðum í Selárdal.

Á facebooksíðu Strandagöngunnar eru nokkrar myndir flestar teknar í góða veðrinu í gær. Unnið hefur verið að því undanfarið að klæða snjóbílshluta skíðaskálans að innan og í gær mættu starfsmenn Orkubús Vestfjarða í Selárdal til að lagfæra ljóskastara í brautinni.

Flettingar í dag: 41
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 152
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 77508
Samtals gestir: 16215
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 12:48:35