13.03.2014 13:22

Undirbúningsfundur fyrir Strandagönguna

Í kvöld fimmtudaginn 13. mars kl. 20 verður haldinn undirbúningsfundur fyrir Strandagönguna.  Fundurinn verður heima hjá Rósmundi Númasyni formanni Skíðafélags Strandamanna Víkurtúni 10 Hólmavík.  Allir þeir sem hafa áhuga á að vinna að undirbúningi göngunnar velkomnir.

13.03.2014 08:29

Sævar Birgisson með fyrirlestur

Sævar Birgisson ólympíufari verður meðal þátttakenda í Strandagöngunni 2014.  Sævar er nýlega kominn frá Ólympíuleikunum í Sotsí í Rússlandi þar sem hann var fyrsti Íslendingurinn í tuttugu ár til að taka þátt í Skíðagöngu á Ólympíuleikum.  Eftir gönguna verður Sævar með stuttan fyrirlestur í Félagsheimilinu á Hólmavík þar sem hann mun segja frá þátttöku sinni á Ólympíuleikunum og hann mun einnig tala um markmiðssetningu og leiðir til að ná markmiðum sínum.  Fyrirlesturinn hefst kl. 15.40.

12.03.2014 13:28

Kort af brautinni

Hér er kort af brautinni sem gengin verður í Strandagöngunni á laugardaginn.  Athugið að vegalengdir eru í mílum en ekki kílómetrum og hæðartölur í fetum.

12.03.2014 13:27

Kort af brautinni

Hér er kort af brautinni sem gengjn verður í Strandagöngunni á laugardaginn.

12.03.2014 13:05

Skíðaleikjahátíð

Sunnudaginn 16. mars kl. 10-12 verður haldin Skíðaleikjahátíð í Selárdal.  Þá verður keppni lögð til hliðar og farið í skemmtilegustu skíðaleikina t.d. stórfiskaleik, hákarlaleik og leigubílaleikinn auk þess sem gerðar verða hólabrautir og þrautabrautir niður brekkur.  Ef þátttaka verður góð verður skipt í hópa eftir aldri.  Eftir skíðaleikjahátíðina eða kl. 12.30 býður þátttakenda pizzahlaðborð á Café Riis á Hólmavík fyrir 1.200 kr.  Skráningar á skíðaleikjahátíðina skal senda á netfangið allaoskars@gmail.com í síðasta lagi á föstudagskvöldið 14. mars.

12.03.2014 10:36

Gisting

  Helstu gististaðir í nágrenni Selárdals eru:

Hótel Laugarhóll Bjarnarfirði 510 Hólmavík sími: 4513380

Gistiheimilið Malarhorn Grundargötu 17 520 Drangsnes sími: 4513238

Gistiþjónusta Sunnu Drangsnesi sími: 8461640 sunna@drangsnes.is

Finna Hótel Borgabraut 4 510 Hólmavík sími: 4513136

Steinhúsið Höfðaötu 1 510 Hólmavík sími: 8651911 steinhusid@simnet.is

Ferðaþjónustan Kirkjubóli 510 Hólmavík sími: 4513474 kirkjubol@strandir.is

Broddanes hostel Broddanesi 510 Hólmavík sími: 6181830

11.03.2014 16:31

Troðin braut í Selárdal

Í dag þriðjudaginn 11. mars var búið að troða 10 km Strandagönguhringinn um kl. 16, allir á skíði.

11.03.2014 10:11

Hversu margar Strandagöngur hefur þú gengið

Í tilefni þess að Strandagangan verður gengin í 20. skipti næstkomandi laugardag fá þeir sem lokið hafa 10 eða 20 göngum sérstakar viðurkenningar sem afhentar verða á kaffihlaðborðinu og verðlaunaafhendingunni á laugardaginn kl. 16.

 

Veðurspáin fyrir gönguna er góð en norska spáin gerir ráð fyrir logni, 2 gráðu frosti og 1,6 mm úrkomu milli kl. 12 og 6 á laugardaginn.

 

Aðstæður til skíðaiðkunar hafa verið góðar í Selárdal undanfarna daga og nægur snjór.  Síðastliðinn fimmtudag vorum við með skíðaæfingu með öskudagsþema þar sem flestir mættu í öskudagsbúningunum.  Á föstudaginn var vinaæfing þar sem hægt var að bjóða vini eða vinkonu með á æfinguna.  Á laugardaginn var Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð í góðu veðri.  Og seinnipartinn á sunnudaginn var löng skíðaæfing sem endaði á skemmtilegum leikjum.

09.03.2014 13:07

Brautin í Strandagöngunni

Allt stefnir í góða Strandagöngu næstkomandi laugardag, nægur snjór er í dalnum og góðar aðstæður.  Í 10 og 20 km vegalengdunum verður genginn 10 km hringur sem verður mjög svipaður og var í göngunni í fyrra, en þá var gengið fram að Gilsstöðum.   Í dag sunnudaginn 9. mars verður troðin braut í Selárdal tilbúin um kl. 16.  Skráning í Strandagönguna fer vel af stað en skráningarnar skal senda á netfangið allaoskars@gmail.com

08.03.2014 21:24

Skráning

Skráningar skal senda í tölvupósti til Aðalbjargar Óskarsdóttur ritara Skíðafélags Strandamanna á netfangið allaoskars@gmail.com upplýsingar sem þurfa að vera í skráningunni eru:

Nafn keppanda

Hérað

Fæðingarár

Vegalengd

Gsm-símanúmer

 

Einnig skal senda með skráningar í sveitakeppnina fyrir þá sem vilja vera með í henni og taka fram hvort þið ætlið að vera með í Skíðaleikjahátíðinni á sunnudeginum.

 

Þátttökugjald:

16 ára og eldri allar vegalengdir 3.500 kr

15 ára og yngri 1.000 kr

08.03.2014 21:22

Vegalengdir

20 km

Karlar 16-34 ára, karlar 35-49 ára, karlar 50-59 ára og karlar 60 ára og eldri

Konur 16-34 ára, konur 35-49 ára, konur 50-59 ára og konur 60 ára og eldri

10 km

Karlar

Konur

5 km

Karlar

Konur

1 km Aðeins fyrir krakka 10 ára og yngri (fædd 2003 og síðar)

Strákar

Stelpur

08.03.2014 21:08

Dagskrá Strandagöngunnar 2014

Dagskrá Strandagöngunnar 2014:

 

Föstudagur 14. mars: 

Afhending númera og skráning kl. 20-22 hjá Völu og Kristjáni Kópnesbraut 23 Hólmavík

 

Laugardagur 15. mars: 

kl. 12 Skráningu lýkur

kl. 12.30 start í 1 km vegalengd

kl. 13 start í 5, 10 og 20 km vegalengdum

eftir kl. 14 sturtur og heitir pottar í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík

kl. 16 kaffihlaðborð og verðlaunaafhending í Félagsheimilinu á Hólmavík

 

Sunnudagur 16. mars:

kl. 10-12 Skíðaleikjahátíð í Selárdal

06.03.2014 09:34

Sveitakeppni

Í Strandagöngunni verður boðið upp á sveitakeppni eins og verið hefur undanfarin ár í 5, 10 og 20 km vegalengdum en að þessu sinni verður ekki sveitakeppni í 1 km.  Þrír eru í hverri sveit og gildir samanlagður tími þeirra í göngunni og verða veitt verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í hverri vegalengd.

 

Útlitið er mjög gott fyrir Strandagönguna, nægur snjór er í Selárdal og verður genginn 10 km hringur svipaður og var í göngunni í fyrra.  Í þessari viku hafa verið lagðar brautir nær daglega og verið frábært færi.

03.03.2014 21:46

Skráning er hafin í Strandagönguna

Skráning í Strandagönguna 2014 er hafin.   Skráningar skal senda á netfangið allaoskars@gmail.com í skráningunni þurfa að koma fram eftirfarandi upplýsingar:

Nafn keppenda

Fæðingarár

Félag

Vegalengd

Gsm-símanúmer

11.02.2014 22:31

Strandagangan 15. mars 2014

20. Strandagangan verður haldin í Selárdal 15. mars 2014.  Gangan hefur verið haldin árlega frá snjóavetrinum 1995 þegar fyrsta Strandagangan var haldin á Hólmavík.

Flettingar í dag: 84
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 72
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 77742
Samtals gestir: 16289
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 18:55:20