Dagskrá Strandagöngunnar"/>

21.02.2019 23:16

Dagskrá Strandagöngunnar

Dagskrá Strandagöngunnar 2019

 

Laugardagur 23. febrúar:

Kl. 9-11.30 Afhending keppnisgagna í Selárdal

kl. 11.30 start í 1 km vegalengd og forstart í 20 km

kl. 12 start í 5, 10 og 20 km vegalengdum

kl. 15.30 kaffihlaðborð og verðlaunaafhending í Félagsheimilinu á Hólmavík

 

Sunnudagur 24. febrúar:

Kl. 11-13 Skíðaleikjadagur í Selárdal

Kl. 11 Skíðaferð í Selárdal frá Brandsholti að Þjóðbrókargili

Eftir skíðaferðina og skíðaleikjadaginn verður pítsahlaðborð í skíðaskálanum í Selárdal

 

Eftir Strandagönguna býður Strandabyggð og Íþróttamiðstöðin á Hólmavík þátttakendum í Strandagöngunni að fara frítt í sturtu í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík en því miður er ekki hægt að fara í heitu pottana vegna framkvæmda í Íþróttamiðstöðinni, einnig er hægt að fara á Drangsnes í sturtu og heita potta.

 

Það verður genginn 5 km hringur í Strandagöngunni á laugardaginn, mjög svipuð leið og í Strandagöngunni 2018, heildarklifur á 5 km hring er 60 metrar sem gera 120 metra í 10 vegalengdinni og 240 metra í 20 km göngunni.

 

Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 72
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 77705
Samtals gestir: 16273
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 09:21:28