09.03.2013 10:54

Skíðafélagsmót og skíðagöngunámskeið á morgun

Á morgun sunnudaginn 10. mars verður Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð haldið í Selárdal og hefst kl. 13.  Mótið er öllum opið og eru vegalengdir eftirfarandi:

Karlar 17 ára og eldri 10 km

Konur 17 ára og eldri 5 km

Strákar 15-16 ára og stelpur 15-16 ára 5 km

Strákar 13-14 ára og stelpur 13-14 ára 3,5 km

Strákar 11-12 ára og stelpur 11-12 ára 2,5 km

Strákar 9-10 ára og stelpur 9-10 ára 2 km

Strákar 8 ára og yngri og stelpur 8 ára og yngri 1 km

Fjölmennum á mótið og æfum okkur í leiðinni fyrir Strandagönguna 16. mars

 

Á morgun sunnudaginn 10. mars verður einnig haldið skíðagöngunámskeið fyrir almenning í Selárdal kl. 14.30.  Námskeiðið er jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna.  Á námskeiðinu verða kennd undirstöðuatriðin í hefðbundinni skíðagöngu ásamt því að þeir sem eru lengra komnir fá tilsögn með að fínslípa tækniatriðin.  Einnig er fyrirhugað að halda annað námskeið þriðjudaginn 12. mars kl. 18 í Selárdal.  Möguleiki er á að fá lánuð skíði skó og stafi á staðnum en þá þarf að hafa samband við Ragnar (8933592) eða Rósmund (8921048) og gefa upp hæð og skóstærð.

 

Nú eru frábærar aðstæður í Selárdal hellingur af snjó og góð veðurspá næstu daga, í gær var troðin 3 km braut í dalnum og eru góðar líkur á að hún sé enn í lagi í dag. 

 

Flettingar í dag: 139
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 97
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 77102
Samtals gestir: 16188
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 17:23:17