19.02.2019 22:30

Strandagangan eftir fjóra daga

Nú eru aðeins fjórir dagar í 25. Strandagönguna og undirbúningur fyrir gönguna gengur vel. Í dag var troðin 7,2 km braut í Selárdal sem stefnt er að því að lengja á morgun þannig að genginn verður 10 km hringur í lengri vegalengdum Strandagöngunnar. Það er nánast eingöngu nýr snjór í brautinni og aðstæður eins og best gerist.

 

Við minnum á skíðasunnudaginn daginn eftir Strandagönguna þar sem farið verður í skemmtilegustu skíðaleikina, skíðaferð á Selárdal og pítsahlaðborð í lokin. Skráningar sendast á netfangið allaoskars@gmail.com

 

Veitingastaðir á Hólmavík verða opnir um helgina, Café Riis verður opið á föstudagskvöldið, nánari upplýsingar hjá Báru (gsm 8979756). Á Restaurant Galdur er opið til kl. 18 á föstudag en til kl. 21 á laugardaginn, nánari upplýsingar og pantanir fyrir hópa hjá Önnu (gsm 8976525)

Flettingar í dag: 59
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 305
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 76925
Samtals gestir: 16160
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 13:28:22