04.02.2020 21:09

Skráning er hafin í Strandagönguna

Skráning í Strandagönguna 2020 er hafin og fer skráningin fram á netskráning.is  Aðstæður í Selárdal hafa verið mjög góðar í vetur, mikill snjór og verður stefnt að því að gera 10 km braut fyrir lengri vegalengdir Strandagöngunnar.  Við minnum á að skráningar á skíðaleikjadaginn og skíðaferð á Selárdal 8. mars fara einnig fram á netskráning.is

05.01.2020 22:15

Strandagangan 7. mars 2020

26.  Strandagangan verður haldin í Selárdal 7. mars 2020.  Skráning í gönguna mun hefjast fljótlega

24.02.2019 20:06

Úrslit á timataka.net

Þá er stórri skíðagönguhelgi á Ströndum lokið en Strandagangan fór fram í gær í Selárdal í mjög góðu veðri.  Úrslit úr göngunni eru á timataka.net  Í dag var einnig mikið um að vera í Selárdal þar sem boðið var upp á skíðaleiki fyrir krakka og skíðaferð fram að Þjóðbrókargili í Selárdal.  Veðrið lék einnig við okkur í dag, hægviðr, sólskin með köflum og 1 stigs hiti.  Við þökkum öllu því góða fólki sem kom til okkar um helgina til að taka þátt í Strandagöngunni og skíðaleikjadeginum kærlega fyrir komuna og vonumst til að sjá ykkur öll aftur á næsta ári í 26. Strandagöngunni.  Okkar frábæra starfsfólk sem vann að framkvæmd Strandagöngunnar fá kærar þakkir fyrir vel unnin störf.

21.02.2019 23:16

Dagskrá Strandagöngunnar

Dagskrá Strandagöngunnar 2019

 

Laugardagur 23. febrúar:

Kl. 9-11.30 Afhending keppnisgagna í Selárdal

kl. 11.30 start í 1 km vegalengd og forstart í 20 km

kl. 12 start í 5, 10 og 20 km vegalengdum

kl. 15.30 kaffihlaðborð og verðlaunaafhending í Félagsheimilinu á Hólmavík

 

Sunnudagur 24. febrúar:

Kl. 11-13 Skíðaleikjadagur í Selárdal

Kl. 11 Skíðaferð í Selárdal frá Brandsholti að Þjóðbrókargili

Eftir skíðaferðina og skíðaleikjadaginn verður pítsahlaðborð í skíðaskálanum í Selárdal

 

Eftir Strandagönguna býður Strandabyggð og Íþróttamiðstöðin á Hólmavík þátttakendum í Strandagöngunni að fara frítt í sturtu í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík en því miður er ekki hægt að fara í heitu pottana vegna framkvæmda í Íþróttamiðstöðinni, einnig er hægt að fara á Drangsnes í sturtu og heita potta.

 

Það verður genginn 5 km hringur í Strandagöngunni á laugardaginn, mjög svipuð leið og í Strandagöngunni 2018, heildarklifur á 5 km hring er 60 metrar sem gera 120 metra í 10 vegalengdinni og 240 metra í 20 km göngunni.

 

21.02.2019 11:11

Staðan í gærkvöldi

Staðan er þannig að í gær var troðinn 10 km hringur í Selárdal, það var blautur nýr snjór í brautinni. það er spáð hlýindum næstu daga og kaflar af 10 km hringnum eru tæpir með snjó þannig að líklegt er að í Strandagöngunni á laugardaginn verði því genginn 5 km hringur.

Veðurspár fyrir laugardaginn eru þokkalegar en flestar spárnar eru á því að vindátt verði hæg sunnan eða suðvestan, hiti verði 3-4 gráður og lítil úrkoma. Suðlægar áttir eru nokkuð hagstæðar fyrir okkar því Selárdalur er skjólgóður í þeim áttum.

Það er rétt að ítraka það að eins og stendur í skilmálum við skráningu í Strandagönguna eru þátttökugjöld ekki endurgreidd.

Það stefnir í algjöra metþátttöku í Strandagöngunni því tæplega 170 keppendur eru skráðir í gönguna. Fjölmennasta Strandagangan hingað til var árið 1997 með 111 keppendum og í fyrra tóku 90 manns þátt í göngunni.

Við setjum inn meiri fréttir af undirbúningi göngunnar í kvöld

19.02.2019 22:30

Strandagangan eftir fjóra daga

Nú eru aðeins fjórir dagar í 25. Strandagönguna og undirbúningur fyrir gönguna gengur vel. Í dag var troðin 7,2 km braut í Selárdal sem stefnt er að því að lengja á morgun þannig að genginn verður 10 km hringur í lengri vegalengdum Strandagöngunnar. Það er nánast eingöngu nýr snjór í brautinni og aðstæður eins og best gerist.

 

Við minnum á skíðasunnudaginn daginn eftir Strandagönguna þar sem farið verður í skemmtilegustu skíðaleikina, skíðaferð á Selárdal og pítsahlaðborð í lokin. Skráningar sendast á netfangið [email protected]

 

Veitingastaðir á Hólmavík verða opnir um helgina, Café Riis verður opið á föstudagskvöldið, nánari upplýsingar hjá Báru (gsm 8979756). Á Restaurant Galdur er opið til kl. 18 á föstudag en til kl. 21 á laugardaginn, nánari upplýsingar og pantanir fyrir hópa hjá Önnu (gsm 8976525)

18.02.2019 20:40

Helstu gististaðir í nágrenni Selárdals

Helstu gististaðir í nágrenni Selárdals eru:

Hólmavík og nágrenni:

Iceland Visit Hostel Hafnarbraut 25,Hólmavík sími: 8606670

Finna Hótel Borgabraut 4 510 Hólmavík sími: 8561911

Steinhúsið Höfðaötu 1 510 Hólmavík sími: 8561911 [email protected]

Kríukot Gistiheimili Hafnarbraut 17 Hólmavík sími: 8926737

Ferðaþjónustan Kirkjubóli 510 Hólmavík sími: 4513474 [email protected]

Broddanes hostel Broddanesi 510 Hólmavík sími: 6181830

 

Drangsnes:

Gistiheimilið Malarhorn Grundargötu 17 520 Drangsnes sími: 8536520

Gistiþjónusta Sunnu Drangsnesi sími: 8461640 [email protected]

 

Bjarnarfjörður:

Hótel Laugarhóll Bjarnarfirði 510 Hólmavík sími: 6985133

 

Reykhólasveit:

Álftaland Reykhólum sími: 8927558/8632363

Hellisbraut 14 Reykhólum sími: 8937787

Miðjanes sími: 6903825

Hótel Bjarkalundur sími: 4347762

17.02.2019 22:39

Aldurstakmark í Strandagönguna

Stjórn Skíðafélags Strandamanna hefur sett reglur um aldurstakmark í 20 km vegalengd í Strandagöngunni.  Aldurstakmarkið er að viðkomandi sé 13 ára eða eldri á keppnisárinu.  13-16 ára einstaklingar sem ganga 20 km vegalengd í Strandagöngunni greiði sama skráningargjald og fullorðnir og geti unnið til verðlauna í göngunni eins og aðrir þátttakendur, þar á meðal bikar fyrir fyrstu konu í mark og bikar fyrir fyrsta karl í mark í 20 km vegalengdinni.  

15.02.2019 08:57

Uppselt í Strandagönguna

Við erum búin að fylla upp í hámarksfjölda þátttakenda í Strandagöngunni 2019 sem er 150 þátttakendur. Ef þú vilt vera á biðlista Hafðu þá samband við okkur með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected]

12.02.2019 22:11

Skráning í Strandagönguna gengur vel

Við minnum á að skráning í Strandagönguna fer fram á netskraning.is skráningin gengur vel og eru nú þegar um 80 keppendur skráðir í Strandagönguna.  Við höfum ákveðið að takmarka fjölda keppenda í Strandagönguna við 150 samtals í allar vegalengdir.  Við minnum á að skráningargjaldið hækkar 15. febrúar, það er því um að gera að skrá sig sem fyrst.

Aðstæður í Selárdal eru góðar, 5 km hringurinn hefur verið troðinn í nokkrum sinnum og talsvert hefur bæst við af snjó undanfarna daga en vantar þó aðeins meiri snjó til að hægt sé að gera 10 km brautina fram að Gilsstöðum.  5 km brautin verður mjög svipuð og var í Strandagöngunni 2018.

Við stefnum að því að setja reglulega inn fréttir af undirbúningi göngunnar næstu daga hér á þessa síðu  sem og á nýju facebooksíðu Strandagöngunnar.

12.02.2019 21:15

Skíðaleikjadagur og skíðaferð

Skíðaleikjadagurinn verður haldinn í Selárdal sunnudaginn 24. febrúar kl. 11-13 daginn eftir Strandagönguna eins og verið hefur undanfarin ár.  Á skíðaleikjadeginum er öll keppni lögð til hliðar og geta börn á öllum aldri skemmt sér saman í skemmtilegustu skíðaleikjunum og í þrautabrautum við allra hæfi.  Leikjunum verður stjórnað af skíðagönguþjálfurum Skíðafélags Strandamanna.  

Fyrir fullorðna fólkið ætlum við að bjóða upp á skíðaferð fram á Selárdal að hinu mikilfenglega Þjóðbrókargili og jafnvel lengra inn dalinn.   Leiðsögumaður í ferðinni verður Jónína Pálsdóttir.

Þegar skíðaferðinni og skíðaleikjunum lýkur er hægt að komast í heita potta í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík og í lokin verður pítsahlaðborð í Félagsheimilinu á Hólmavík.

Skráið ykkur á skíðaleikjadaginn eða í skíðaferðina með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected]

Þátttökugjald fyrir börn í skíðaleikjadaginn og pítsahlaðborð er 1.000 kr og fyrir fullorðna í skíðaferð og/eða pítsahlaðborð 2.000 kr. 

 

08.02.2019 21:48

Undirbúningur fyrir Strandagönguna gengur vel

Undirbúningur fyrir Strandagönguna sem verður haldin í Selárdal 23. febrúar gengur vel.  Í gær var troðinn 5 km hringur í Selárdal sem er nánast sama leið og gengin var í Strandagöngunni 2018.  Skráning í Strandagönguna fer fram í gegnum netskraning.is og hafa margar skráningar bæst við undanfarna daga, við minnum á að skráningargjaldið í gönguna hækkar 15. febrúar þannig að það er um að gera að skrá sig fyrir þann tíma.

30.01.2019 14:10

Skráning í Strandagönguna hafin

Skráning í 25. Strandagönguna sem haldin verður í Selárdal 23. febrúar 2019 er hafin.  Skráið ykkur á netskraning.is

15.01.2019 11:53

Strandagangan 23. febrúar

Strandagangan verður haldin 23. febrúar 2019 í Selárdal.  Skráning í gönguna mun hefjast næstu daga, fylgist með fréttum af göngunni á þessari síðu og facebook

10.03.2018 20:50

Úrslit Strandagöngunnar 2018 á timataka.net

24. Strandagangan var haldin í dag 10. mars í Selárdal, úrslitin úr göngunni er að finna á timataka.net.  Alls voru ræstir þátttakendur í göngunni 91 og þar af luku 89 keppni.   þessi ganga er því næst fjölmennasta gangan í 24 ára sögu Strandagöngunnar aðeins gangan árið 1997 var fjölmennari með 111 ræsta þátttakendur og 109 sem luku keppni.  Veðrið hefði mátt vera betra í dag þar sem töluvert skóf í brautina á köflum, en hiti var um frostmark skýjað og ANA vindur.  Í ár var í fyrsta skipti í sögu Strandagöngunnar afhentur farandbikar fyrir fyrstu konu í mark í 20 km vegalengd en fyrst til að varðveita þann bikar er Guðný Katrín Kristinsdóttir úr Skíðagöngufélaginu Ulli.  Í 20 km í karlaflokki var fyrsti maður í mark Einar Kristjánsson einnig úr Skíðagöngufélaginu Ulli og fékk hann til varðveislu næsta árið Sigfúsarbikarinn. 

Skíðafélag Strandamanna þakkar öllum þátttakendum í Strandagöngunni 2018 kærlega fyrir þátttökuna og starfsmenn göngunnar fá kærar þakkir fyrir vel unnin störf.  Það var einnig gaman að sjá hve margir áhorfendur mættu í Selárdalinn til að fylgjast með og hvetja keppendur.  Myndir úr Strandagöngunni eru m.a. á vefsíðunum holmavik.123.is  og mundipals.123.is   ljósmyndararnir Jón Halldórsson og Sveinn Ingimundur Pálsson fá kærar þakkir fyrir myndirnar en þeir félagar hafa í mörg ár fylgt okkur í Strandagöngunni og að þessu sinni einnig með dróna.  Við sjáumst svo í  25. Strandagöngunni árið 2019. 

Flettingar í dag: 157
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 85
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 35356
Samtals gestir: 4293
Tölur uppfærðar: 7.2.2023 22:00:51