Færslur: 2016 Apríl

17.04.2016 11:54

Leiðrétt úrslit

Ein leiðrétting hefur verið gerð á úrslitum Strandagöngunnar, Þórey Gylfadóttir var í öðru sæti í 20 km í flokki kvenna 50-59 ára og er bikar fyrir 2. sætið á leiðinni til hennar.  Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum

16.04.2016 21:35

Úrslit Strandagöngunnar

Úrslit 22. Strandagöngunnar eru komin inn á síðuna undir liðnum úrslit, en gangan var haldin í dag laugardaginn 16. apríl 2016 á Þröskuldum.  Veður hefði mátt vera betra en suðvestanstrekkingur var, skýjað og súld sem breyttist í haglél í lok göngunnar.  Ræstir keppendur voru 78 talsins og luku 76 þeirra keppni.  Skíðafélag Strandamanna þakkar keppendum sem komu víðs vegar að af landinu fyrir þátttökuna.  Starfsmenn göngunnar fá bestu þakkir fyrir vel unnin störf.  Sjáumst í 23. Strandagöngunni!

12.04.2016 23:04

Dagskrá Strandagöngunnar

Dagskrá Strandagöngunnar 2016:

Föstudagur 15. apríl:  Afhending númera og skráning kl. 20-22 hjá Völu og Kristjáni Kópnesbraut 23 Hólmavík

Laugardagur 16. apríl:

kl. 11 Skráningu lýkur

kl. 11.30 start í 1 km vegalengd

kl. 12 start í 5, 10 og 20 km vegalengdum

kl. 14 sturtur og heitir pottar í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík

kl. 15 kaffihlaðborð og verðlaunaafhending í Félagsheimilinu á Hólmavík

12.04.2016 09:35

Breytt tímasetning á starti í Strandagöngunni

Eftirfarandi breyting hefur verið gerð á starttímum í Strandagöngunni laugardaginn 16. apríl:

Kl. 11:30  1 km og 20 km fyrir þá sem ganga vegalengdina á lengri tíma en 2 klukkutímum.

Kl. 12:00  5 km, 10 km og 20 km

11.04.2016 10:26

Strandagangan verður haldin á Þröskuldum

Strandagangan verður haldin laugardaginn 16. apríl á Þröskuldum.  Þar er nægur snjór og góðar aðstæður til skíðagöngu.  Síðustu dagar hafa verið hlýir og sólríkir og hefur leyst það mikið í Selárdal að ekki er lengur möguleiki á að halda gönguna þar.  Við minnum á skráninguna í tölvupósti á allaoskars@gmail.com

  • 1
Flettingar í dag: 51
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 27
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 73569
Samtals gestir: 15501
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 14:35:28