11.03.2013 10:56

Góð veðurspá fyrir Strandagönguna

Í dag eru 5 dagar í 19. Strandagönguna, undirbúningur fyrir gönguna gengur vel og stefnir í fjölmenna göngu.  Spáin fyrir laugardaginn er góð en norska veðurspásíðan yr.no spáir hægum norðanvindi, sólskini með köflum og 4 gráðu frosti í Selárdal.

 

Í dag verður troðinn 5 km braut í Selárdal sem verður tilbúin eftir kl. 2 og verður troðin braut í dalnum alla daga fram að Strandagöngu. í

 

Í gær héldum við Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð í Selárdal í frábæru færi og aðstæðum, úrslitin verða sett á netið síðar en verið er að vinna að nýrri vefsíðu fyrir Skíðafélag Strandamanna sem kemst vonandi í gagnið í vikunni.

Flettingar í dag: 171
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 136336
Samtals gestir: 24145
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:43:13