Færslur: 2013 Febrúar

26.02.2013 21:18

Skráning er hafin í Strandagönguna

Skráning er hafin í Strandagönguna, vinsamlegast sendið skráningar í tölvupósti á netfangið allaoskars@gmail.com  Í skráningunni þurfa að koma fram eftirfarandi upplýsingar:  Nafn keppanda, félag eða hérað sem keppt er fyrir, fæðingarár, vegalengd, einnig er ágætt að láta fylgja með símanúmer í gemsa.  Við minnum fólk einnig á að skrá sig í sveitakeppnina sem er í öllum vegalengdum göngunnar.

Þrátt fyrir hláku undanfarna daga eru aðstæður í Selárdal góðar og nægur snjór í dalnum.  Seinnipartinn í dag lögðum við 3 km braut og var fín mæting á skíðaæfingu dagsins.

  • 1
Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 145
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 172420
Samtals gestir: 30075
Tölur uppfærðar: 4.7.2025 02:16:29