Færslur: 2017 Mars

11.03.2017 22:45

Úrslit Strandagöngunnar

Úrslit Strandagöngunnar 2017 er að finna á timataka.net, myndir frá göngunni er m.a. að finna á mundipals.123.is

11.03.2017 09:28

Starti í Strandagöngunni frestað til kl. 14

Starti í Strandagöngunni er seinkað til kl. 14.  Það hefur snjóað mikið í nótt og þarf að moka bílastæðið aftur auk þess sem illa gengur að troða brautina þar sem snjórinn er blautur og þungur.  Brautin verður stytt niður í 5 km hring.  Start í 1 km og forstart í 20 km verður kl. 14 og start í 5, 10 og 20 km kl. 14.30

09.03.2017 11:29

Dagskrá Strandagöngunnar

Dagskrá Strandagöngunnar 2017:

Föstudagur 10. mars:

Kl. 18.30-21 Pastaveisla og afhending númera  í Félagsheimilinu á Hólmavík

 

Laugardagur 11. mars:

kl. 11 Skráningu lýkur

kl. 11.30 start í 1 km vegalengd

kl. 12 start í 5, 10 og 20 km vegalengdum

eftir kl. 14 sturtur og heitir pottar í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík

kl. 15.00 kaffihlaðborð og verðlaunaafhending í Félagsheimilinu á Hólmavík

 

Í ár erum við með nýjung  í Strandagöngunni sem er pastahlaðborð kl. 18.30-21 á morgun föstudag.

Spáin fyrir laugardaginn fer batnandi þar sem spáð er kl. 12 á laugardag á Þröskuldum 2°c hita, suðvestan 2 m/s og hálfskýjað.  Við viljum þó biðja fólk um að fylgjast vel með fréttum hér á síðunni, á facebook sem og veðurspám þar sem úrkomusvæði á að ganga yfir aðfaranótt laugardagsins.

 

09.03.2017 11:24

Gististaðir í Reykhólasveit

Við bendum fólki á að einnig eru gististaðir í Reykhólasveit þaðan sem stutt er á Þröskulda:

 

Álftaland Reykhólum sími: 8927558/8632363

Hellisbraut 14 Reykhólum sími: 8937787

Miðjanes sími: 6903825

Hótel Bjarkalundur sími: 4347762

07.03.2017 12:10

Helstu gististaðir

   Helstu gististaðir á Hólmavík og nágrenni eru:

Hótel Laugarhóll Bjarnarfirði 510 Hólmavík sími: 6985133

Gistiheimilið Malarhorn Grundargötu 17 520 Drangsnes sími: 8536520

Gistiþjónusta Sunnu Drangsnesi sími: 8461640 [email protected]

Iceland Visit Hostel Hafnarbraut 25,Hólmavík sími: 8606670

Finna Hótel Borgabraut 4 510 Hólmavík sími: 8561911

Steinhúsið Höfðaötu 1 510 Hólmavík sími: 8561911 [email protected]

Ferðaþjónustan Kirkjubóli 510 Hólmavík sími: 4513474 [email protected]

Broddanes hostel Broddanesi 510 Hólmavík sími: 6181830

 

Stutt er af Þröskuldum í Reykhólasveit þar sem einnig eru gististaðir

06.03.2017 23:00

Kennitölur fylgi með skráningu

Við viljum biðja fólk um að láta kennitölur fylgja með skráningum.  Í Strandagöngunni verður notuð flögutímataka og því betra að kennitalan fylgi með, einnig verður hægt að fá tímann sendan í gsm-símanúmer að keppni lokinni.

 

Veðurspáin fyrir helgina lofar góðu, um hádegi á laugardaginn er spáð hita um frostmark, hægviðri og hálfskýjað á Þröskuldum.

 

Við minnum fólk á að skrá sig tímanlega því skráningargjaldið hækkar miðvikudaginn 8. mars

  • 1
Flettingar í dag: 110
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 85
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 35309
Samtals gestir: 4293
Tölur uppfærðar: 7.2.2023 21:18:15