Færslur: 2016 Mars

15.03.2016 10:15

Strandagangan verður 16. apríl

Ný dagsetning Strandagöngunnar 2016 er laugardagurinn 16. apríl.  

12.03.2016 20:45

Skíðaleikjadagurinn á Hólmavík á morgun

Skíðaleikjadagurinn verður við Íþróttamiðstöðina á Hólmavík á morgun 13. mars kl. 10-12 en ekki í Selárdal eins og áður var auglýst. 

11.03.2016 18:44

Strandagöngunni frestað til 10. apríl

Vegna slæmrar veðurspár um helgina hefur verið ákveðið að fresta Strandagöngunni til 10. apríl.

11.03.2016 12:49

Strandaganga á morgun, óbreytt áætlun

Eftir að hafa metið stöðuna og skoðað veðurspár höfum við ákveðið að halda okkar striki þannig að Strandagangan verður haldin á morgun laugardag eins og áður hefur verið auglýst.  Það sem ræður mestu um þá ákvörðun er að Selárdalur er mjög skjólgóður í suðlægum áttum.  Hins vegar virðist vera ljóst að það eigi að hvessa mjög um miðjan dag á morgun en verður að mestu gengið niður um kvöldið.  Við bendum fólki á að fylgjast áfram vel með fréttum hér á síðunni og á facebook og einnig færð á vegum á vegagerdin.is og veðurspám.  Ef veðurspá fyrir morgundaginn versnar höfum við sunnudaginn til vara.  Við bendum einngi á að vegirnir um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði eru mokaðir 7 daga vikunnar, en Innstrandavegur er mokaður 5 daga, aðeins virka daga en ekki um helgar

10.03.2016 23:19

Dagskrá Strandagöngunnar

Dagskrá Strandagöngunnar 2016:

 

Föstudagur 11. mars:

Afhending númera og skráning kl. 20-22 hjá Völu og Kristjáni Kópnesbraut 23 Hólmavík

 

Laugardagur 12. mars:

kl. 12 Skráningu lýkur

kl. 12.30 start í 1 km vegalengd

kl. 13 start í 5, 10 og 20 km vegalengdum

eftir kl. 14 sturtur og heitir pottar í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík eða sundlauginni Drangsnesi

kl. 16 kaffihlaðborð og verðlaunaafhending í Félagsheimilinu á Hólmavík

 

Sunnudagur 13. mars:

kl. 10-12 Skíðaleikjadagur í Selárdal og setning Barnamenningarhátíðar Vestfjarða

09.03.2016 23:46

Metþátttaka í Strandagöngunni

Það stefnir í algjöra metþátttöku í Strandagöngunni nk. laugardag en í kvöld höfðu alls 116 manns skráð sig í gönguna.  Gamla þátttökumetið er frá árinu 1997 þegar 111 manns tóku þátt.  Enn er opið fyrir skráningu í gönguna, skráningar skal senda í tölvupósti á netfangið [email protected]  Við minnum á að þátttökugjaldið hækkar á keppnisdag en hægt er að skrá sig til kl. 12 laugardaginn 12. mars.

Í dag var veðurblíða í Selárdal og gott færi.  Það frysti í nótt eftir þíðu í gær þannig að snjórinn hefur umbreyst í gamlan snjó og í dag var fyrsti dagurinn síðan í desember sem þurfti að nota klístur sem festuáburð.  Það gæti þó breyst aftur því spáð er éljagangi seinnipartinn á morgun fimmtudag og fyrripart föstudags.  Veðurspáin fyrir laugardaginn er enn viðunandi, suðaustan 5 metrar, 2 stiga hiti og hugsanlega einhver úrkoma.

09.03.2016 11:21

Skíðaleikjadagur á sunnudaginn

Við minnum á skíðaleikjadag Skíðafélags Strandamanna sem haldinn verður í 4. skipti þann 13. mars í Selárdal kl. 10-12.   Þátttökugjald í leikjadeginum eru 1.000 kr. og skráningar skal senda á netfangið [email protected]  Innifaldið í þátttökugjaldinu eru veitingar sem verða í boði í Skíðaskálanum í Selárdal kl. 12 þann 13. mars.  Þar verður einnig Barnamenningarhátíð Vestfjarða sett með formlegum hætti.  Á skíðaleikjadeginum er öll keppni lögð til hliðar og þátttakendur skemmta sér saman á skíðum í þrautabrautum og skemmtilegustu skíðaleikjunum.  Nánari upplýsingar um Barnamenningarhátíð Vestfjarða eru á slóðinni strandabyggd.is/barnamenningarhatid  

06.03.2016 22:04

Óbreytt skráningargjald til 9. mars

Ákveðið hefur verið að skráningargjaldið í Strandagönguna hækki ekki fyrr en 9. mars, þannig að þangað til 9. mars er skráningargjald í 20 km 5.000 kr. 10 km 4.000 kr. 5 km 3.000 kr. og fyrir 15 ára og yngri 1.000 kr.  Aðalbjörg Óskarsdóttir tekur við skráningum í Strandagönguna í gegnum netfangið [email protected]

Veðurspáin yr.no fyrir Selárdal 12. mars þegar Strandagangan fer fram er góð, heiðskírt, hægviðri og hiti -1°c.  Hægt er að fylgjast með veðurspánni fyrir Selárdal á yr.no með því að velja Geirmundarstaði á Vestfjörðum.

 

 

04.03.2016 12:06

Skráningargjaldið hækkar á morgun

Við minnum á að skráningargjaldið í Strandagönguna hækkar á morgun 5. mars. Skráið ykkur sem fyrst. Strandagangan verður haldin í Selárdal laugardaginn 12. mars, þar er mikill snjór og frábærar aðstæður til skíðagöngu. Fyrstu veðurspár fyrir 12. mars líta vel út, skýjað, hægviðri og 2 gráðu frost.

  • 1
Flettingar í dag: 238
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 85
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 35437
Samtals gestir: 4295
Tölur uppfærðar: 7.2.2023 23:05:15