13.03.2013 09:29

Brautin í Strandagöngunni

Strandagangan verður haldin í Selárdal á laugardaginn og gengur brautarlagning vel.  5 km brautin verður mjög svipuð og brautin sem gengin var í fyrra en liggur þó ekki alveg fram að Geirmundarstöðum.  Í 10 og 20 km verður genginn 10 km hringur sá sami og í 5 km en gengið svo fram fyrir neðan Geirmundarstaði framundir Gilsstaði og snúið þar við.  Það er gaman að geta þess að á Gilsstöðum er Rósmundur Númason formaður Skíðafélags Strandamanna fæddur og uppalinn og verður því á heimavelli þegar komið er þangað frameftir.   Frá Gilsstöðum verður svo gengið til baka niður dalinn en farið fyrir ofan Geirmundarstaði.

 

Skráning gengur vel og streyma skráningar inn.  Með staðfestingu á skráningu verða sendar út upplýsingar um bankareikning sem hægt er að leggja skráningargjaldið inná.

 

Veðurspáin er frábær en í dag spáir yr.no logni, sólskini og 4 gráðu frosti.

Flettingar í dag: 73
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 156997
Samtals gestir: 27799
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 16:26:46