15.03.2013 11:24
Spáin góð fyrir morgundaginn
Þá er allt að verða klárt fyrir Strandagönguna og veðurspáin er góð en spáð er hægviðri, sólskin með köflum og smá frost.
Í síðustu viku bættist við mikill snjór í Selárdal, en sá snjór hefur verið að breytast úr nýjum snjó í gamlan nú í vikunni. Í gær og í morgun hafa komið fáein él í dalinn. Líklega er klísturfæri t.d. multigrade með bauk yfir en nánari upplýsingar um færið verða settar á síðuna í kvöld.
Við minnum fólk á að muna eftir að skrá sig í sveitakeppnina.