12.03.2014 13:05

Skíðaleikjahátíð

Sunnudaginn 16. mars kl. 10-12 verður haldin Skíðaleikjahátíð í Selárdal.  Þá verður keppni lögð til hliðar og farið í skemmtilegustu skíðaleikina t.d. stórfiskaleik, hákarlaleik og leigubílaleikinn auk þess sem gerðar verða hólabrautir og þrautabrautir niður brekkur.  Ef þátttaka verður góð verður skipt í hópa eftir aldri.  Eftir skíðaleikjahátíðina eða kl. 12.30 býður þátttakenda pizzahlaðborð á Café Riis á Hólmavík fyrir 1.200 kr.  Skráningar á skíðaleikjahátíðina skal senda á netfangið allaoskars@gmail.com í síðasta lagi á föstudagskvöldið 14. mars.

Flettingar í dag: 113
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 194
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 186895
Samtals gestir: 32366
Tölur uppfærðar: 14.9.2025 02:44:12