14.03.2014 13:34

Strandagangan á morgun

20. Strandagangan verður haldin á morgun laugardaginn 15. mars, start í 1 km vegalengdina er kl. 12.30 og í 5, 10 og 20 km kl. 13.  Veðurspáin gerir ráð fyrir dálítilli snjókomu fyrir hádegi á morgun en eftir hádegi á úrkoman að minnka og hlýna og snúast í suðvestanátt sem er yfirleitt hæg í Selárdal.   Brautin verður troðin í dag eftir kl. 15 og er stefnt á að troða hana aftur á morgun rétt fyrir start.

 

Við minnum á:

Skráningar skal senda á netfangið allaoskars@gmail.com

Einnig hægt að skrá sig á staðnum en skráningu lýkur kl. 12

Start í 1 km kl. 12.30

Start í 5, 10 og 20 km kl. 13

Muna að skrá sveitir í sveitakeppnina í 5, 10 og 20 km vegalengdunum

Eftir göngu er hægt að fara í sturtur og heita potta í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík.

Fyrirlestur hjá Sævari Birgissyni í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 15.40

Kaffihlaðborð og verðlaunaafhending hefst að fyrirlestri loknum, í fyrsta lagi kl. 16

Númerum skal skilað við innganginn í Félagsheimilið og gilda þau sem aðgöngumiði að kaffihlaðborðinu, frítt fyrir starfsmenn aðrir greiða 1.000 kr. á kaffihlaðborðið.

Flettingar í dag: 188
Gestir í dag: 78
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 136353
Samtals gestir: 24156
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:05:42