19.03.2014 11:29

Birkir og Katrín fyrst í 20 km

Birkir Þór Stefánsson og Katrín Árnadóttir voru fyrst í mark í 20 km vegalengdinni í 20.  Strandagöngunni sl. laugardag.  Birkir hlaut því að launum Sigfúsarbikarinn til varðveislu næsta árið.  Birkir tók afgerandi forustu í göngunni þegar 2 km voru búnir af göngunni þrátt fyrir að þurfa að ganga fyrstur í spori sem snjóað hafði í rétt fyrir gönguna og hélt hann forustunni allan tímann og kom rúmum 2 mínútum á undan næst manni í mark.  Þetta var í annað skiptið sem Birkir hlýtur Sigfúsarbikarinn en það var árið 2008 sem hann var fyrstur í mark þegar startað var við Víðivelli í Staðardal og gengið þaðan með veginum til Hólmavíkur þar sem markið var við Félagsheimilið á Hólmavík.

Flettingar í dag: 100
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 157024
Samtals gestir: 27804
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 16:49:29