28.02.2015 22:01

Úrslitin úr Strandagöngunni

Úrslitin úr 21. Strandagöngunni eru komin á síðuna undir liðnum úrslit.  Ef þið sjáið eitthvað athugavert við úrslitin hafið samband á facebook, í tölvupósti (sigrak@simnet.is) eða síma 8933592 (Ragnar).  Strandagangan var haldin í dag laugardaginn 28. febrúar 2015 í Selárdal,  Þátttakendur í göngunni voru alls 61.  Veður var ágætt til að byrja með hægviðri, frost 3 stig og jafnvel sólskin öðru hvoru, þegar leið á gönguna hvessti og fór að skafa og var síðasti hringurinn hjá sumum í 20 km vegalengdinni nokkuð strembinn þess vegna.  Myndir úr göngunni er að finna m.a. á mundipals.123.is og holmavik.123.is   Skíðafélag Strandamanna þakkar þeim sem komu og tóku þátt í Strandagöngunni fyrir þátttökuna.  Starfsmenn göngunnar fá góðar þakkir fyrir einstaklega vel unnin störf við framkvæmd göngunnar.  Sjáumst í 22. Strandagöngunni 2016.

Flettingar í dag: 73
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 156997
Samtals gestir: 27799
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 16:26:46