09.03.2016 23:46

Metþátttaka í Strandagöngunni

Það stefnir í algjöra metþátttöku í Strandagöngunni nk. laugardag en í kvöld höfðu alls 116 manns skráð sig í gönguna.  Gamla þátttökumetið er frá árinu 1997 þegar 111 manns tóku þátt.  Enn er opið fyrir skráningu í gönguna, skráningar skal senda í tölvupósti á netfangið allaoskars@gmail.com  Við minnum á að þátttökugjaldið hækkar á keppnisdag en hægt er að skrá sig til kl. 12 laugardaginn 12. mars.

Í dag var veðurblíða í Selárdal og gott færi.  Það frysti í nótt eftir þíðu í gær þannig að snjórinn hefur umbreyst í gamlan snjó og í dag var fyrsti dagurinn síðan í desember sem þurfti að nota klístur sem festuáburð.  Það gæti þó breyst aftur því spáð er éljagangi seinnipartinn á morgun fimmtudag og fyrripart föstudags.  Veðurspáin fyrir laugardaginn er enn viðunandi, suðaustan 5 metrar, 2 stiga hiti og hugsanlega einhver úrkoma.

Flettingar í dag: 188
Gestir í dag: 78
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 136353
Samtals gestir: 24156
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:05:42