11.03.2016 12:49

Strandaganga á morgun, óbreytt áætlun

Eftir að hafa metið stöðuna og skoðað veðurspár höfum við ákveðið að halda okkar striki þannig að Strandagangan verður haldin á morgun laugardag eins og áður hefur verið auglýst.  Það sem ræður mestu um þá ákvörðun er að Selárdalur er mjög skjólgóður í suðlægum áttum.  Hins vegar virðist vera ljóst að það eigi að hvessa mjög um miðjan dag á morgun en verður að mestu gengið niður um kvöldið.  Við bendum fólki á að fylgjast áfram vel með fréttum hér á síðunni og á facebook og einnig færð á vegum á vegagerdin.is og veðurspám.  Ef veðurspá fyrir morgundaginn versnar höfum við sunnudaginn til vara.  Við bendum einngi á að vegirnir um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði eru mokaðir 7 daga vikunnar, en Innstrandavegur er mokaður 5 daga, aðeins virka daga en ekki um helgar

Flettingar í dag: 156
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 230
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 199368
Samtals gestir: 33144
Tölur uppfærðar: 1.11.2025 19:27:26