07.03.2018 23:46

Góð veðurspá fyrir Strandagönguna

Nú styttist í Strandagönguna og skráning gengur vel.  Við minnum á að skráningargjaldið hækkar föstudaginn 9. mars en skráning fer fram á netskraning.is  Spáin fyrir laugardaginn er góð í Selárdal en yr.no spáir ANA 4 m/s, -4°c frost, úrkomulaust og sólskin með köflum.  Genginn verður auðveldur 5 km hringur, í brautinni er að mestu leyti nýr snjór og því gæti t.d. blár extra baukur verið málið sem festuáburður í Strandagöngunni en hann virkaði mjög vel hjá okkur á skíðaæfingu í dag.

Flettingar í dag: 100
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 157024
Samtals gestir: 27804
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 16:49:29