08.02.2019 21:48

Undirbúningur fyrir Strandagönguna gengur vel

Undirbúningur fyrir Strandagönguna sem verður haldin í Selárdal 23. febrúar gengur vel.  Í gær var troðinn 5 km hringur í Selárdal sem er nánast sama leið og gengin var í Strandagöngunni 2018.  Skráning í Strandagönguna fer fram í gegnum netskraning.is og hafa margar skráningar bæst við undanfarna daga, við minnum á að skráningargjaldið í gönguna hækkar 15. febrúar þannig að það er um að gera að skrá sig fyrir þann tíma.

Flettingar í dag: 100
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 157024
Samtals gestir: 27804
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 16:49:29