12.02.2019 22:11

Skráning í Strandagönguna gengur vel

Við minnum á að skráning í Strandagönguna fer fram á netskraning.is skráningin gengur vel og eru nú þegar um 80 keppendur skráðir í Strandagönguna.  Við höfum ákveðið að takmarka fjölda keppenda í Strandagönguna við 150 samtals í allar vegalengdir.  Við minnum á að skráningargjaldið hækkar 15. febrúar, það er því um að gera að skrá sig sem fyrst.

Aðstæður í Selárdal eru góðar, 5 km hringurinn hefur verið troðinn í nokkrum sinnum og talsvert hefur bæst við af snjó undanfarna daga en vantar þó aðeins meiri snjó til að hægt sé að gera 10 km brautina fram að Gilsstöðum.  5 km brautin verður mjög svipuð og var í Strandagöngunni 2018.

Við stefnum að því að setja reglulega inn fréttir af undirbúningi göngunnar næstu daga hér á þessa síðu  sem og á nýju facebooksíðu Strandagöngunnar.

Flettingar í dag: 100
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 157024
Samtals gestir: 27804
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 16:49:29