21.02.2019 11:11
Staðan í gærkvöldi
Staðan er þannig að í gær var troðinn 10 km hringur í Selárdal, það var blautur nýr snjór í brautinni. það er spáð hlýindum næstu daga og kaflar af 10 km hringnum eru tæpir með snjó þannig að líklegt er að í Strandagöngunni á laugardaginn verði því genginn 5 km hringur.
Veðurspár fyrir laugardaginn eru þokkalegar en flestar spárnar eru á því að vindátt verði hæg sunnan eða suðvestan, hiti verði 3-4 gráður og lítil úrkoma. Suðlægar áttir eru nokkuð hagstæðar fyrir okkar því Selárdalur er skjólgóður í þeim áttum.
Það er rétt að ítraka það að eins og stendur í skilmálum við skráningu í Strandagönguna eru þátttökugjöld ekki endurgreidd.
Það stefnir í algjöra metþátttöku í Strandagöngunni því tæplega 170 keppendur eru skráðir í gönguna. Fjölmennasta Strandagangan hingað til var árið 1997 með 111 keppendum og í fyrra tóku 90 manns þátt í göngunni.
Við setjum inn meiri fréttir af undirbúningi göngunnar í kvöld