Færslur: 2015 Febrúar
28.02.2015 22:01
Úrslitin úr Strandagöngunni
Úrslitin úr 21. Strandagöngunni eru komin á síðuna undir liðnum úrslit. Ef þið sjáið eitthvað athugavert við úrslitin hafið samband á facebook, í tölvupósti (sigrak@simnet.is) eða síma 8933592 (Ragnar). Strandagangan var haldin í dag laugardaginn 28. febrúar 2015 í Selárdal, Þátttakendur í göngunni voru alls 61. Veður var ágætt til að byrja með hægviðri, frost 3 stig og jafnvel sólskin öðru hvoru, þegar leið á gönguna hvessti og fór að skafa og var síðasti hringurinn hjá sumum í 20 km vegalengdinni nokkuð strembinn þess vegna. Myndir úr göngunni er að finna m.a. á mundipals.123.is og holmavik.123.is Skíðafélag Strandamanna þakkar þeim sem komu og tóku þátt í Strandagöngunni fyrir þátttökuna. Starfsmenn göngunnar fá góðar þakkir fyrir einstaklega vel unnin störf við framkvæmd göngunnar. Sjáumst í 22. Strandagöngunni 2016.
27.02.2015 12:36
Strandagangan á morgun
Strandagangan verður haldin í Selárdal á morgun 28. febrúar, ræst er í 1 km kl. 12.30 og 5, 10 og 20 km kl. 13. Veðurspáin fyrir Selárdal á morgun er í lagi: Norðnorðaustan 7 m/s, 4 gráðu frost, skýjað með köflum og úrkomulítið.
25.02.2015 22:57
Strandagangan verður á laugardaginn
Við hvetjum fólk til að skrá sig sem fyrst í Strandagönguna sem haldin verður 28. febrúar. Veðurspár hafa heldur farið batnandi fyrir helgina eftir fremur rysjótt veðurfar nú í vikunni þannig að við höldum okkur við þá áætlun að Strandagangan fari fram laugardaginn 28. febrúar, en sunnudagurinn 1. mars er varadagur. Spáin fyrir laugardaginn segir norðaustan 6 m/s frost 4°c skýjað og smá él. Breyttar snjómokstursreglur Vegagerðarinnar eru okkur hagstæðar þar sem nú er kominn 7 daga mokstur um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði í stað 6 daga moksturs undanfarin ár. Aðalbjörg Óskarsdóttir tekur við skráningum í Strandagönguna á netfangið allaoskars@gmail.com eða á Facebook
23.02.2015 15:00
Allt að verða klárt fyrir Strandagönguna
Undirbúningur fyrir Strandagönguna 2015 gengur vel, verðlaunagripir verða veglegir eins og undanfarin ár, nægur snjór er í Selárdal og eru allar líkur á að hægt verði að ganga 10 km hring fram að Gilsstöðum í Selárdal. Spáin fyrir helgina er einnig góð, en yr.no spáir hægri suðlægri átt og bjartviðri. Við viljum hvetja fólk til að skrá sig sem fyrst í gönguna til að auðvelda undirbúning og minnum einnig á að hægt er að vera með í sveitakeppni í 5, 10 og 20 km vegalengdum þar sem samanlagður tími þriggja keppenda gildir. Einnig viljum við hvetja börn á öllum aldri til að vera með í skíðaleikjadeginum sunnudaginn 1. mars kl. 10-12 í Selárdal. Það er kjörið tækifæri að skella sér í leikhús á Hólmavík að Strandagöngunni lokinni á því Leikfélag Hólmavíkur? verður með 3. sýningu á leikritinu Sweeney Todd laugardaginn 28. febrúar kl. 20 í Félagsheimilinu á Hólmavík.
22.02.2015 22:27
Gisting
Helstu gististaðir í nágrenni Selárdals eru:
Hótel Laugarhóll Bjarnarfirði 510 Hólmavík sími: 4513380
Gistiheimilið Malarhorn Grundargötu 17 520 Drangsnes sími: 4513238
Gistiþjónusta Sunnu Drangsnesi sími: 8461640 sunna@drangsnes.is
Finna Hótel Borgabraut 4 510 Hólmavík sími: 4513136
Steinhúsið Höfðaötu 1 510 Hólmavík sími: 8651911 steinhusid@simnet.is
Ferðaþjónustan Kirkjubóli 510 Hólmavík sími: 4513474 kirkjubol@strandir.is
Broddanes hostel Broddanesi 510 Hólmavík sími: 6181830
22.02.2015 22:15
Skráning hafin í Strandagönguna
Skráning í Strandagönguna 2015 er hafin. Skráningar skal senda á netfangið allaoskars@gmail.com í skráningunni þurfa að koma fram eftirfarandi upplýsingar:
Nafn keppenda
Fæðingarár
Félag
Vegalengd
Gsm-símanúmer
- 1