Færslur: 2018 Mars
10.03.2018 20:50
Úrslit Strandagöngunnar 2018 á timataka.net
24. Strandagangan var haldin í dag 10. mars í Selárdal, úrslitin úr göngunni er að finna á timataka.net. Alls voru ræstir þátttakendur í göngunni 91 og þar af luku 89 keppni. þessi ganga er því næst fjölmennasta gangan í 24 ára sögu Strandagöngunnar aðeins gangan árið 1997 var fjölmennari með 111 ræsta þátttakendur og 109 sem luku keppni. Veðrið hefði mátt vera betra í dag þar sem töluvert skóf í brautina á köflum, en hiti var um frostmark skýjað og ANA vindur. Í ár var í fyrsta skipti í sögu Strandagöngunnar afhentur farandbikar fyrir fyrstu konu í mark í 20 km vegalengd en fyrst til að varðveita þann bikar er Guðný Katrín Kristinsdóttir úr Skíðagöngufélaginu Ulli. Í 20 km í karlaflokki var fyrsti maður í mark Einar Kristjánsson einnig úr Skíðagöngufélaginu Ulli og fékk hann til varðveislu næsta árið Sigfúsarbikarinn.
Skíðafélag Strandamanna þakkar öllum þátttakendum í Strandagöngunni 2018 kærlega fyrir þátttökuna og starfsmenn göngunnar fá kærar þakkir fyrir vel unnin störf. Það var einnig gaman að sjá hve margir áhorfendur mættu í Selárdalinn til að fylgjast með og hvetja keppendur. Myndir úr Strandagöngunni eru m.a. á vefsíðunum holmavik.123.is og mundipals.123.is ljósmyndararnir Jón Halldórsson og Sveinn Ingimundur Pálsson fá kærar þakkir fyrir myndirnar en þeir félagar hafa í mörg ár fylgt okkur í Strandagöngunni og að þessu sinni einnig með dróna. Við sjáumst svo í 25. Strandagöngunni árið 2019.
07.03.2018 23:46
Góð veðurspá fyrir Strandagönguna
Nú styttist í Strandagönguna og skráning gengur vel. Við minnum á að skráningargjaldið hækkar föstudaginn 9. mars en skráning fer fram á netskraning.is Spáin fyrir laugardaginn er góð í Selárdal en yr.no spáir ANA 4 m/s, -4°c frost, úrkomulaust og sólskin með köflum. Genginn verður auðveldur 5 km hringur, í brautinni er að mestu leyti nýr snjór og því gæti t.d. blár extra baukur verið málið sem festuáburður í Strandagöngunni en hann virkaði mjög vel hjá okkur á skíðaæfingu í dag.
07.03.2018 23:33
Dagskrá Strandagöngunnar 2018
Laugardagur 10. mars:
kl. 10 Afhending á númerum og flögum hefst
kl. 11 Skráningu lýkur
kl. 11.30 start í 1 km vegalengd
kl. 12 start í 5, 10 og 20 km vegalengdum
eftir kl. 14 sturtur og heitir pottar í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík
kl. 15.30 kaffihlaðborð og verðlaunaafhending í Félagsheimilinu á Hólmavík
06.03.2018 21:05
Helstu gististaðir
Helstu gististaðir í nágrenni Selárdals eru:
Hótel Laugarhóll Bjarnarfirði 510 Hólmavík sími: 6985133
Gistiheimilið Malarhorn Grundargötu 17 520 Drangsnes sími: 8536520
Gistiþjónusta Sunnu Drangsnesi sími: 8461640 sunna@drangsnes.is
Iceland Visit Hostel Hafnarbraut 25,Hólmavík sími: 8606670
Finna Hótel Borgabraut 4 510 Hólmavík sími: 8561911
Steinhúsið Höfðaötu 1 510 Hólmavík sími: 8561911 steinhusid@simnet.is
Ferðaþjónustan Kirkjubóli 510 Hólmavík sími: 4513474 kirkjubol@strandir.is
Broddanes hostel Broddanesi 510 Hólmavík sími: 6181830
Gististaðir í Reykhólasveit:
Álftaland Reykhólum sími: 8927558/8632363
Hellisbraut 14 Reykhólum sími: 8937787
Miðjanes sími: 6903825
Hótel Bjarkalundur sími: 4347762
06.03.2018 00:13
Skráningargjaldið hækkar 9. mars
Við minnum á að skráningargjaldið í Strandagönguna hækkar 9. mars og því um að gera að skrá sig sem fyrst. Skráning í Strandagönguna 2018 fer fram á netskráning.is
Skráningargjald til 9. mars
20 km 5.000 kr
10 km 4.000 kr
5 km 3.000 kr
15 ára og yngri 1.000 kr
Skráningargjald 9.-10. mars
20 km 8.000 kr
10 km 6.000 kr
5 km 4.000 kr
15 ára og yngri 3.000 kr
- 1