Færslur: 2020 Febrúar

25.02.2020 20:35

Dagskrá Strandagöngunnar

Hér er uppfærð dagskrá 26. Strandagöngunnar sem haldin verður í Selárdal 7. mars 2020:

 

Föstudagur 6. mars:  

Kl. 17-20 Keppnisbrautir Strandagöngunnar opnar í Selárdal

Kl. 17-20 Afhending keppnisgagna í skíðaskálanum í Selárdal

 

Laugardagur 7.mars :

Kl. 9-11.30 Afhending keppnisgagna í Selárdal

kl. 11.30 start í 1 km vegalengd og forstart í 20 km

kl. 12 start í 5, 10 og 20 km vegalengdum

kl. 14-16.30 kaffihlaðborð í Félagsheimilinu á Hólmavík

kl. 15.30 verðlaunaafhending í Félagsheimilinu á Hólmavík

kl. 16 Tímatöku hætt

 

Sunnudagur 8. mars:

Kl. 11-13 Skíðaleikjadagur í Selárdal

Kl. 11 Skíðaferð í Selárdal frá Brandsholti að Þjóðbrókargili

Eftir skíðaferðina og skíðaleikjadaginn verður pítsahlaðborð í skíðaskálanum í Selárdal

 

20.02.2020 13:19

Undirbúningur gengur vel

Undirbúningur fyrir Strandagönguna 7. mars gengur vel og skráningarnar streyma inn í gegnum netskraning.is, við minnum á að skráningargjaldið hækkar eftir 10 daga eða eftir 1. mars og því um að gera að skrá sig sem fyrst.

Mikill snjór er í dalnum, aðstæður góðar og verður því genginn 10 km hringur í Strandagöngunni fram að Gilsstöðum í Selárdal.

Á facebooksíðu Strandagöngunnar eru nokkrar myndir flestar teknar í góða veðrinu í gær. Unnið hefur verið að því undanfarið að klæða snjóbílshluta skíðaskálans að innan og í gær mættu starfsmenn Orkubús Vestfjarða í Selárdal til að lagfæra ljóskastara í brautinni.

06.02.2020 18:03

 Skráning í Strandagönguna 7. mars 2020 fer fram á netskraning.is

 

Skráningargjald til og með 1. mars

 

20 km 5.000 kr

10 km 4.000 kr

5 km 3.000 kr

1 km 1.000 kr

 

Skráningargjald 2.-7. mars

 

20 km 8.000 kr

10 km 6.000 kr

5 km 4.000 kr

1 km 1.000 kr

04.02.2020 21:09

Skráning er hafin í Strandagönguna

Skráning í Strandagönguna 2020 er hafin og fer skráningin fram á netskráning.is  Aðstæður í Selárdal hafa verið mjög góðar í vetur, mikill snjór og verður stefnt að því að gera 10 km braut fyrir lengri vegalengdir Strandagöngunnar.  Við minnum á að skráningar á skíðaleikjadaginn og skíðaferð á Selárdal 8. mars fara einnig fram á netskráning.is

  • 1
Flettingar í dag: 101
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 136266
Samtals gestir: 24114
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:36:55