13.03.2014 08:29

Sævar Birgisson með fyrirlestur

Sævar Birgisson ólympíufari verður meðal þátttakenda í Strandagöngunni 2014.  Sævar er nýlega kominn frá Ólympíuleikunum í Sotsí í Rússlandi þar sem hann var fyrsti Íslendingurinn í tuttugu ár til að taka þátt í Skíðagöngu á Ólympíuleikum.  Eftir gönguna verður Sævar með stuttan fyrirlestur í Félagsheimilinu á Hólmavík þar sem hann mun segja frá þátttöku sinni á Ólympíuleikunum og hann mun einnig tala um markmiðssetningu og leiðir til að ná markmiðum sínum.  Fyrirlesturinn hefst kl. 15.40.

Flettingar í dag: 83
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 194
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 186865
Samtals gestir: 32365
Tölur uppfærðar: 14.9.2025 02:22:34