24.02.2019 20:06

Úrslit á timataka.net

Þá er stórri skíðagönguhelgi á Ströndum lokið en Strandagangan fór fram í gær í Selárdal í mjög góðu veðri.  Úrslit úr göngunni eru á timataka.net  Í dag var einnig mikið um að vera í Selárdal þar sem boðið var upp á skíðaleiki fyrir krakka og skíðaferð fram að Þjóðbrókargili í Selárdal.  Veðrið lék einnig við okkur í dag, hægviðr, sólskin með köflum og 1 stigs hiti.  Við þökkum öllu því góða fólki sem kom til okkar um helgina til að taka þátt í Strandagöngunni og skíðaleikjadeginum kærlega fyrir komuna og vonumst til að sjá ykkur öll aftur á næsta ári í 26. Strandagöngunni.  Okkar frábæra starfsfólk sem vann að framkvæmd Strandagöngunnar fá kærar þakkir fyrir vel unnin störf.

Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 93
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 77883
Samtals gestir: 16343
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 05:51:53