14.03.2021 21:00

Sveinbjörn Orri og Mari sigurvegarar í 20 km

Í dag var 27. Strandagangan haldin í Selárdal. Skráðir keppendur voru 196 en 168 luku keppni við nokkuð erfiðar aðstæður í strekkingsvindi og skafrenningi á köflum en hægði þegar á leið. Sigurvegarar í 5 km eru Hilda Steinunn Egilsdóttir og Daði Pétur Wendel. Í 10 km sigruðu Erla Sigurlaug Sigurðardóttir og Stefán Þór Birkisson. Mari Järsk og Sveinbjörn Orri Heimisson voru með besta tímann í 20 km vegalengdinni og varðveita farandbikara Strandagöngunnar næsta árið.  Heildarúrslit úr Strandagöngunni er að finna á timataka.net Vegna sóttvarna voru engar drykkjarstöðvar í göngunni og því miður ekki hægt að hafa kaffihlaðborð og verðlaunaafhendingu. Startað var út með fljótandi starti sem að okkar mati heppnaðist mjög vel. Við þökkum öllum keppendum kærlega fyrir komuna og starfsfólk mótsins fær bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Sjáumst í 28. Strandagöngunni í mars 2022

Flettingar í dag: 238
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 85
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 35437
Samtals gestir: 4295
Tölur uppfærðar: 7.2.2023 23:05:15