13.03.2022 08:48

Strandagangan 2022 gekk vel!

Strandagangan var haldin í 28. sinn, í gær laugardaginn 12.mars í blíðskaparveðri, sól, sunnan golu og tveggja stiga hita. 185 keppendur tóku þátt í 5, 10, og 20 km göngu auk fjölda sjálfboðaliða sem tóku þátt í framkvæmd göngunnar á einn eða annan hátt, allt frá bakstri til brautargæslu. Verðlaun eru gefin af Martak í Grindavík og kann félagið þeim bestu þakkir fyrir. 

 

Fyrstur í mark í karlaflokki í 20 km göngunni var Ísfirðingurinn Sveinbjörn Orri Heimisson sem varði titil sinn sem sigurvegari 20 km göngunnar eftir gríðarlega harða keppni við Ólafsfirðinga Sigurbjörn Þorgeirsson, sem lenti í öðru sæti  og Helga Reyni Árnason sem lenti í þriðja sæti. 

Fyrsta konan í mark í 20 km var hin norska Lilli Olafstad sem keppir fyrir Skíðafélag Ísafjarðar, í öðru sæti Salóme Grímsdóttir Ulli og í þriðja var Edda Vésteinsdóttir. 

Í 10 km göngu var Hjalti Böðvarsson Ulli í fyrsta sæti, Grétar Smári Samúelsson Ísafirði í öðru og Stefán Þór Birkisson Strandamaður í þriðja sæti. 

Í 10 km göngu kvenna var Dagný Emma Kristinsdóttir frá Ísafirði í fyrsta sæti, í öðru sæti Árný Helga Birkisdóttir Strandakona og í þriðja sæti var María Kristín Ólafsdóttir Ulli. 

Í 5 km göngu karla var Jökull Ingimundur Hlynsson Strandamaður í fyrsta sæti, Friðgeir Logi Halldórsson Strandamaður í öðru sæti og Daði Wendel Ulli í þriðja sæti. 

Í 5 km flokki kvenna var Vala Kristín Georgsdóttir Ulli í fyrsta sæti, Sóley Erla Arnarsdóttir Ulli í öðru sæti og í þriðja sæti var Bergrós Vilbergsdóttir Skíðafélagi Strandamanna. 

Hægt er að sjá öll úrslit á https://timataka.net/strandagangan2022/ 

 

Skíðafélag Strandamanna þakkar keppendum, starfsfólki og áhorfendum kærlega fyrir góðan dag í Selárdal og vonast til að sjá sem flesta  á 29. Strandagöngunni sem haldin verður 11. mars 2023.  

Flettingar í dag: 243
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 179
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 79141
Samtals gestir: 16491
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 12:37:00