07.03.2018 23:46

Góð veðurspá fyrir Strandagönguna

Nú styttist í Strandagönguna og skráning gengur vel.  Við minnum á að skráningargjaldið hækkar föstudaginn 9. mars en skráning fer fram á netskraning.is  Spáin fyrir laugardaginn er góð í Selárdal en yr.no spáir ANA 4 m/s, -4°c frost, úrkomulaust og sólskin með köflum.  Genginn verður auðveldur 5 km hringur, í brautinni er að mestu leyti nýr snjór og því gæti t.d. blár extra baukur verið málið sem festuáburður í Strandagöngunni en hann virkaði mjög vel hjá okkur á skíðaæfingu í dag.

07.03.2018 23:33

Dagskrá Strandagöngunnar 2018

 

Laugardagur 10. mars:

kl. 10 Afhending á númerum og flögum hefst

kl. 11 Skráningu lýkur

kl. 11.30 start í 1 km vegalengd

kl. 12 start í 5, 10 og 20 km vegalengdum

eftir kl. 14 sturtur og heitir pottar í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík

kl. 15.30 kaffihlaðborð og verðlaunaafhending í Félagsheimilinu á Hólmavík

06.03.2018 21:05

Helstu gististaðir

   Helstu gististaðir í nágrenni Selárdals eru:

Hótel Laugarhóll Bjarnarfirði 510 Hólmavík sími: 6985133

Gistiheimilið Malarhorn Grundargötu 17 520 Drangsnes sími: 8536520

Gistiþjónusta Sunnu Drangsnesi sími: 8461640 [email protected]

Iceland Visit Hostel Hafnarbraut 25,Hólmavík sími: 8606670

Finna Hótel Borgabraut 4 510 Hólmavík sími: 8561911

Steinhúsið Höfðaötu 1 510 Hólmavík sími: 8561911 [email protected]

Ferðaþjónustan Kirkjubóli 510 Hólmavík sími: 4513474 [email protected]

Broddanes hostel Broddanesi 510 Hólmavík sími: 6181830

 

Gististaðir í Reykhólasveit:

Álftaland Reykhólum sími: 8927558/8632363

Hellisbraut 14 Reykhólum sími: 8937787

Miðjanes sími: 6903825

Hótel Bjarkalundur sími: 4347762

06.03.2018 00:13

Skráningargjaldið hækkar 9. mars

Við minnum á að skráningargjaldið í Strandagönguna hækkar 9. mars og því um að gera að skrá sig sem fyrst.  Skráning í Strandagönguna 2018 fer fram á netskráning.is

 

Skráningargjald til 9. mars

20 km 5.000 kr

10 km 4.000 kr

5 km 3.000 kr

15 ára og yngri 1.000 kr

 

Skráningargjald 9.-10. mars

20 km 8.000 kr

10 km 6.000 kr

5 km 4.000 kr

15 ára og yngri 3.000 kr

23.02.2018 23:02

Skíðaleikjadagur

Skíðafélag Strandamanna mun halda hinn árlega skíðaleikjadag þann 11. mars kl. 11-13 í Selárdal í tengslum við Strandagönguna.  Skíðaleikjadagurinn er fyrir börn á öllum aldri þar sem markmiðið er að skemmta sér saman í skemmtilegustu skíðaleikjunum auk þess sem þrautabrautir verða á svæðinu.  Lokapunkturinn í skíðaleikjadeginum verður pitsahlaðborð frá Café Riis í skíðaskálanum í Selárdal.  Þátttökugjald er kr. 2.000 og innifalið í því er pitsahlaðborðið, skráningar á skíðaleikjadaginn skal senda í tölvupósti á netfangið [email protected], skráningu lýkur 9. mars.

23.01.2018 13:16

24. strandagangan

Næsta Strandaganga verður haldin 10. mars 2018.  Þetta verður í 24. skiptið sem Strandagangan verður gengin en hún hefur verið árviss viðburður frá fyrstu göngunni sem haldin var árið 1995. 

11.03.2017 22:45

Úrslit Strandagöngunnar

Úrslit Strandagöngunnar 2017 er að finna á timataka.net, myndir frá göngunni er m.a. að finna á mundipals.123.is

11.03.2017 09:28

Starti í Strandagöngunni frestað til kl. 14

Starti í Strandagöngunni er seinkað til kl. 14.  Það hefur snjóað mikið í nótt og þarf að moka bílastæðið aftur auk þess sem illa gengur að troða brautina þar sem snjórinn er blautur og þungur.  Brautin verður stytt niður í 5 km hring.  Start í 1 km og forstart í 20 km verður kl. 14 og start í 5, 10 og 20 km kl. 14.30

09.03.2017 11:29

Dagskrá Strandagöngunnar

Dagskrá Strandagöngunnar 2017:

Föstudagur 10. mars:

Kl. 18.30-21 Pastaveisla og afhending númera  í Félagsheimilinu á Hólmavík

 

Laugardagur 11. mars:

kl. 11 Skráningu lýkur

kl. 11.30 start í 1 km vegalengd

kl. 12 start í 5, 10 og 20 km vegalengdum

eftir kl. 14 sturtur og heitir pottar í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík

kl. 15.00 kaffihlaðborð og verðlaunaafhending í Félagsheimilinu á Hólmavík

 

Í ár erum við með nýjung  í Strandagöngunni sem er pastahlaðborð kl. 18.30-21 á morgun föstudag.

Spáin fyrir laugardaginn fer batnandi þar sem spáð er kl. 12 á laugardag á Þröskuldum 2°c hita, suðvestan 2 m/s og hálfskýjað.  Við viljum þó biðja fólk um að fylgjast vel með fréttum hér á síðunni, á facebook sem og veðurspám þar sem úrkomusvæði á að ganga yfir aðfaranótt laugardagsins.

 

09.03.2017 11:24

Gististaðir í Reykhólasveit

Við bendum fólki á að einnig eru gististaðir í Reykhólasveit þaðan sem stutt er á Þröskulda:

 

Álftaland Reykhólum sími: 8927558/8632363

Hellisbraut 14 Reykhólum sími: 8937787

Miðjanes sími: 6903825

Hótel Bjarkalundur sími: 4347762

07.03.2017 12:10

Helstu gististaðir

   Helstu gististaðir á Hólmavík og nágrenni eru:

Hótel Laugarhóll Bjarnarfirði 510 Hólmavík sími: 6985133

Gistiheimilið Malarhorn Grundargötu 17 520 Drangsnes sími: 8536520

Gistiþjónusta Sunnu Drangsnesi sími: 8461640 [email protected]

Iceland Visit Hostel Hafnarbraut 25,Hólmavík sími: 8606670

Finna Hótel Borgabraut 4 510 Hólmavík sími: 8561911

Steinhúsið Höfðaötu 1 510 Hólmavík sími: 8561911 [email protected]

Ferðaþjónustan Kirkjubóli 510 Hólmavík sími: 4513474 [email protected]

Broddanes hostel Broddanesi 510 Hólmavík sími: 6181830

 

Stutt er af Þröskuldum í Reykhólasveit þar sem einnig eru gististaðir

06.03.2017 23:00

Kennitölur fylgi með skráningu

Við viljum biðja fólk um að láta kennitölur fylgja með skráningum.  Í Strandagöngunni verður notuð flögutímataka og því betra að kennitalan fylgi með, einnig verður hægt að fá tímann sendan í gsm-símanúmer að keppni lokinni.

 

Veðurspáin fyrir helgina lofar góðu, um hádegi á laugardaginn er spáð hita um frostmark, hægviðri og hálfskýjað á Þröskuldum.

 

Við minnum fólk á að skrá sig tímanlega því skráningargjaldið hækkar miðvikudaginn 8. mars

26.02.2017 23:08

Skráning er hafin í Strandagönguna

Skráning er hafin í 23. Strandagönguna.  Lítill snjór er í Selárdal en nægur snjór á Þröskuldum þannig að eins og staðan er í dag er líklegast að gangan verði haldin á Þröskuldum 11. mars.  

Skráningar skal senda í tölvupósti til Aðalbjargar Óskarsdóttur ritara Skíðafélags Strandamanna á netfangið [email protected] upplýsingar sem þurfa að vera í skráningunni eru:

Nafn keppanda

Hérað

Kennitala

Vegalengd

Gsm-símanúmer

 

Þátttökugjald til 7. mars:

20 km: 5.000 kr

10 km: 4.000 kr

5 km: 3.000 kr

15 ára og yngri 1.000 kr

 

Þátttökugjald 8.-10. mars:

20 km 7.000 kr

10 km 5.000 kr

5 km 4.000 kr

15 ára og yngri 2.000 kr

 

Þátttökugjald 11. mars (keppnisdagur)

20 km 10.000 kr

10 km 7.000 kr

5 km 5.000 kr

15 ára og yngri 3.000 kr

Flettingar í dag: 212
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 85
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 35411
Samtals gestir: 4294
Tölur uppfærðar: 7.2.2023 22:43:49