Færslur: 2021 Mars

14.03.2021 21:00

Sveinbjörn Orri og Mari sigurvegarar í 20 km

Í dag var 27. Strandagangan haldin í Selárdal. Skráðir keppendur voru 196 en 168 luku keppni við nokkuð erfiðar aðstæður í strekkingsvindi og skafrenningi á köflum en hægði þegar á leið. Sigurvegarar í 5 km eru Hilda Steinunn Egilsdóttir og Daði Pétur Wendel. Í 10 km sigruðu Erla Sigurlaug Sigurðardóttir og Stefán Þór Birkisson. Mari Järsk og Sveinbjörn Orri Heimisson voru með besta tímann í 20 km vegalengdinni og varðveita farandbikara Strandagöngunnar næsta árið.  Heildarúrslit úr Strandagöngunni er að finna á timataka.net Vegna sóttvarna voru engar drykkjarstöðvar í göngunni og því miður ekki hægt að hafa kaffihlaðborð og verðlaunaafhendingu. Startað var út með fljótandi starti sem að okkar mati heppnaðist mjög vel. Við þökkum öllum keppendum kærlega fyrir komuna og starfsfólk mótsins fær bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Sjáumst í 28. Strandagöngunni í mars 2022

13.03.2021 10:25

Nokkur atriði varðandi Strandagönguna

Nokkur atriði til að minna á varðandi Strandagönguna:

 

Í dag laugardag kl. 17-19 verður hægt að sækja keppnisgögn í Íþróttamiðstöðina á Hólmavík

 

Á morgun sunnudag kl. 10-13 afhending keppnisgagna í Selárdal.

Fljótandi start í 5, 10 og 20 km kl. 11-13

Tímatöku hætt kl. 16

 

Vegna sóttvarna verða engar drykkjarstöðvar í göngunni þannig að keppendur þurfa að koma með sitt eigið drykkjarílát og drykki

 

Að þessu sinni verður því miður ekkert kaffihlaðborð

 

Að göngu lokinni er hægt að fara í sund og heita potta t.d. á Hólmavík, Drangsnesi eða Laugarhól Bjarnarfirði

12.03.2021 10:56

Strandagöngunni frestað til 14. mars

Strandagöngunni er frestað til sunnudagsins 14. mars.   Ákvörðun hefur verið tekin með tilliti til veðurspár og færðar á vegum um að fresta Strandagöngunni til sunnudagsins 14. mars.  

 

Dagskrá Strandagöngunnar sunnudaginn 14. mars:

 

Kl. 10-13 afhending keppnisgagna í skíðaskálanum í Selárdal

kl. 11-13 fljótandi start í öllum vegalengdum

kl. 16 tímatöku hætt

10.03.2021 18:08

Dagskrá Strandagöngunnar

Dagskrá Strandagöngunnar  sem haldin verður næstkomandi laugardag 13. mars er tilbúin, en að þessu sinni er dagskráin með einfaldasta móti vegna covid-19, t.d. fellur leikjadagurinn niður og ekki verður farið í skipulagða hópferð á skíðum á sunnudeginum eins og verið hefur undanfarin ár.  Einnig verður ekkert kaffihlaðborð og verðlaunagripir verða sendir út í vikunni eftir gönguna.  Ekki verður um eiginlegt hópstart að ræða í Strandagöngunni heldur verður startað út með fljótandi starti milli klukkan 11 og 13 laugardaginn 13. mars sem er eins fyrirkomulag og var í Fossavatnsgöngunni 2019.  Fljótandi start þýðir að keppendur leggja af stað þegar þeir eru tilbúnir og fara yfir tímatökumottu á startlínunni sem setur af stað tímatöku fyrir hvern keppanda fyrir sig þegar hann fer yfir startlínuna, tímatakan stöðvast svo með hefðbundnum hætti þegar komið er yfir marklínuna.  Þetta fyrirkomulag er í samráði við sóttvarnaryfirvöld og er ætlað til að minnka eins og mögulegt er hópamyndun á start og marksvæði.  Að göngu lokinni er æskilegt að fólk safnist ekki saman við marksvæðið heldur hugi að brottför eins fljótt og hægt er.

 

Dagskrá Strandagöngunnar 2021

 

Föstudagur 12. mars:  

Kl. 18-20 Afhending keppnisgagna í Íþróttamiðstöðinni Hólmavík

 

Laugardagur 13.mars :

Kl. 10-13 Afhending keppnisgagna í Selárdal

kl. 11-13 fljótandi start í 5, 10 og 20 km vegalengdum

kl. 16 Tímatöku hætt

 

 

02.03.2021 15:21

Skráning er hafin í Strandagönguna

Skráning í Strandagönguna 2021 er hafin, tengill á skráninguna er að finna á facebooksíðu Strandagöngunnar.

  • 1
Flettingar í dag: 7
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 136172
Samtals gestir: 24082
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 03:15:33