17.04.2016 11:54

Leiðrétt úrslit

Ein leiðrétting hefur verið gerð á úrslitum Strandagöngunnar, Þórey Gylfadóttir var í öðru sæti í 20 km í flokki kvenna 50-59 ára og er bikar fyrir 2. sætið á leiðinni til hennar.  Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum

16.04.2016 21:35

Úrslit Strandagöngunnar

Úrslit 22. Strandagöngunnar eru komin inn á síðuna undir liðnum úrslit, en gangan var haldin í dag laugardaginn 16. apríl 2016 á Þröskuldum.  Veður hefði mátt vera betra en suðvestanstrekkingur var, skýjað og súld sem breyttist í haglél í lok göngunnar.  Ræstir keppendur voru 78 talsins og luku 76 þeirra keppni.  Skíðafélag Strandamanna þakkar keppendum sem komu víðs vegar að af landinu fyrir þátttökuna.  Starfsmenn göngunnar fá bestu þakkir fyrir vel unnin störf.  Sjáumst í 23. Strandagöngunni!

12.04.2016 23:04

Dagskrá Strandagöngunnar

Dagskrá Strandagöngunnar 2016:

Föstudagur 15. apríl:  Afhending númera og skráning kl. 20-22 hjá Völu og Kristjáni Kópnesbraut 23 Hólmavík

Laugardagur 16. apríl:

kl. 11 Skráningu lýkur

kl. 11.30 start í 1 km vegalengd

kl. 12 start í 5, 10 og 20 km vegalengdum

kl. 14 sturtur og heitir pottar í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík

kl. 15 kaffihlaðborð og verðlaunaafhending í Félagsheimilinu á Hólmavík

12.04.2016 09:35

Breytt tímasetning á starti í Strandagöngunni

Eftirfarandi breyting hefur verið gerð á starttímum í Strandagöngunni laugardaginn 16. apríl:

Kl. 11:30  1 km og 20 km fyrir þá sem ganga vegalengdina á lengri tíma en 2 klukkutímum.

Kl. 12:00  5 km, 10 km og 20 km

11.04.2016 10:26

Strandagangan verður haldin á Þröskuldum

Strandagangan verður haldin laugardaginn 16. apríl á Þröskuldum.  Þar er nægur snjór og góðar aðstæður til skíðagöngu.  Síðustu dagar hafa verið hlýir og sólríkir og hefur leyst það mikið í Selárdal að ekki er lengur möguleiki á að halda gönguna þar.  Við minnum á skráninguna í tölvupósti á allaoskars@gmail.com

15.03.2016 10:15

Strandagangan verður 16. apríl

Ný dagsetning Strandagöngunnar 2016 er laugardagurinn 16. apríl.  

12.03.2016 20:45

Skíðaleikjadagurinn á Hólmavík á morgun

Skíðaleikjadagurinn verður við Íþróttamiðstöðina á Hólmavík á morgun 13. mars kl. 10-12 en ekki í Selárdal eins og áður var auglýst. 

11.03.2016 18:44

Strandagöngunni frestað til 10. apríl

Vegna slæmrar veðurspár um helgina hefur verið ákveðið að fresta Strandagöngunni til 10. apríl.

11.03.2016 12:49

Strandaganga á morgun, óbreytt áætlun

Eftir að hafa metið stöðuna og skoðað veðurspár höfum við ákveðið að halda okkar striki þannig að Strandagangan verður haldin á morgun laugardag eins og áður hefur verið auglýst.  Það sem ræður mestu um þá ákvörðun er að Selárdalur er mjög skjólgóður í suðlægum áttum.  Hins vegar virðist vera ljóst að það eigi að hvessa mjög um miðjan dag á morgun en verður að mestu gengið niður um kvöldið.  Við bendum fólki á að fylgjast áfram vel með fréttum hér á síðunni og á facebook og einnig færð á vegum á vegagerdin.is og veðurspám.  Ef veðurspá fyrir morgundaginn versnar höfum við sunnudaginn til vara.  Við bendum einngi á að vegirnir um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði eru mokaðir 7 daga vikunnar, en Innstrandavegur er mokaður 5 daga, aðeins virka daga en ekki um helgar

10.03.2016 23:19

Dagskrá Strandagöngunnar

Dagskrá Strandagöngunnar 2016:

 

Föstudagur 11. mars:

Afhending númera og skráning kl. 20-22 hjá Völu og Kristjáni Kópnesbraut 23 Hólmavík

 

Laugardagur 12. mars:

kl. 12 Skráningu lýkur

kl. 12.30 start í 1 km vegalengd

kl. 13 start í 5, 10 og 20 km vegalengdum

eftir kl. 14 sturtur og heitir pottar í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík eða sundlauginni Drangsnesi

kl. 16 kaffihlaðborð og verðlaunaafhending í Félagsheimilinu á Hólmavík

 

Sunnudagur 13. mars:

kl. 10-12 Skíðaleikjadagur í Selárdal og setning Barnamenningarhátíðar Vestfjarða

09.03.2016 23:46

Metþátttaka í Strandagöngunni

Það stefnir í algjöra metþátttöku í Strandagöngunni nk. laugardag en í kvöld höfðu alls 116 manns skráð sig í gönguna.  Gamla þátttökumetið er frá árinu 1997 þegar 111 manns tóku þátt.  Enn er opið fyrir skráningu í gönguna, skráningar skal senda í tölvupósti á netfangið allaoskars@gmail.com  Við minnum á að þátttökugjaldið hækkar á keppnisdag en hægt er að skrá sig til kl. 12 laugardaginn 12. mars.

Í dag var veðurblíða í Selárdal og gott færi.  Það frysti í nótt eftir þíðu í gær þannig að snjórinn hefur umbreyst í gamlan snjó og í dag var fyrsti dagurinn síðan í desember sem þurfti að nota klístur sem festuáburð.  Það gæti þó breyst aftur því spáð er éljagangi seinnipartinn á morgun fimmtudag og fyrripart föstudags.  Veðurspáin fyrir laugardaginn er enn viðunandi, suðaustan 5 metrar, 2 stiga hiti og hugsanlega einhver úrkoma.

09.03.2016 11:21

Skíðaleikjadagur á sunnudaginn

Við minnum á skíðaleikjadag Skíðafélags Strandamanna sem haldinn verður í 4. skipti þann 13. mars í Selárdal kl. 10-12.   Þátttökugjald í leikjadeginum eru 1.000 kr. og skráningar skal senda á netfangið allaoskars@gmail.com  Innifaldið í þátttökugjaldinu eru veitingar sem verða í boði í Skíðaskálanum í Selárdal kl. 12 þann 13. mars.  Þar verður einnig Barnamenningarhátíð Vestfjarða sett með formlegum hætti.  Á skíðaleikjadeginum er öll keppni lögð til hliðar og þátttakendur skemmta sér saman á skíðum í þrautabrautum og skemmtilegustu skíðaleikjunum.  Nánari upplýsingar um Barnamenningarhátíð Vestfjarða eru á slóðinni strandabyggd.is/barnamenningarhatid  

06.03.2016 22:04

Óbreytt skráningargjald til 9. mars

Ákveðið hefur verið að skráningargjaldið í Strandagönguna hækki ekki fyrr en 9. mars, þannig að þangað til 9. mars er skráningargjald í 20 km 5.000 kr. 10 km 4.000 kr. 5 km 3.000 kr. og fyrir 15 ára og yngri 1.000 kr.  Aðalbjörg Óskarsdóttir tekur við skráningum í Strandagönguna í gegnum netfangið allaoskars@gmail.com

Veðurspáin yr.no fyrir Selárdal 12. mars þegar Strandagangan fer fram er góð, heiðskírt, hægviðri og hiti -1°c.  Hægt er að fylgjast með veðurspánni fyrir Selárdal á yr.no með því að velja Geirmundarstaði á Vestfjörðum.

 

 

04.03.2016 12:06

Skráningargjaldið hækkar á morgun

Við minnum á að skráningargjaldið í Strandagönguna hækkar á morgun 5. mars. Skráið ykkur sem fyrst. Strandagangan verður haldin í Selárdal laugardaginn 12. mars, þar er mikill snjór og frábærar aðstæður til skíðagöngu. Fyrstu veðurspár fyrir 12. mars líta vel út, skýjað, hægviðri og 2 gráðu frost.

Flettingar í dag: 7
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 136172
Samtals gestir: 24082
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 03:15:33