28.02.2016 23:08

Listi yfir hótel og gististaði í nágrenni Selárdals

 Helstu gististaðir í nágrenni Selárdals eru:

Hótel Laugarhóll Bjarnarfirði 510 Hólmavík sími: 6985133

 

Gistiheimilið Malarhorn Grundargötu 17, Drangsnes sími: 8536520

Gistiþjónusta Sunnu Drangsnesi sími: 8461640 sunna@drangsnes.is

 

Iceland Visit Hostel Hafnarbraut 25,Hólmavík sími: 8606670

Finna Hótel Borgabraut 4, Hólmavík sími: 8561911

Steinhúsið Höfðaötu 1, Hólmavík sími: 8561911 steinhusid@simnet.is

 

Ferðaþjónustan Kirkjubóli 510 Hólmavík sími: 4513474 kirkjubol@strandir.is

Broddanes hostel Broddanesi 510 Hólmavík sími: 6181830

20.02.2016 22:37

Skráningargjöld í Strandagönguna hækka 5. mars og á keppnisdag

Við hvetjum fólk til að skrá sig sem fyrst í Strandagönguna en skráningargjöld hækka 5. mars og á keppnisdag sem hér segir:

Þátttökugjald til 4. mars:

20 km: 5.000 kr

10 km: 4.000 kr

5 km: 3.000 kr

15 ára og yngri 1.000 kr

Þátttökugjald 5.-11. mars:

20 km 7.000 kr

10 km 5.000 kr

5 km 4.000 kr

15 ára og yngri 2.000 kr

Þátttökugjald 12. mars (keppnisdagur)

20 km 10.000 kr

10 km 7.000 kr

5 km 5.000 kr

15 ára og yngri 3.000 kr

Sendið skráningar í tölvupósti á allaoskars@gmail.com Í skráningunni þurfa að koma fram eftirfarandi upplýsingar:

Nafn keppanda

Fæðingarár

Hérað

Vegalengd

GSM-símanúmer

17.02.2016 21:34

Skráning í Strandagönguna 2016 er hafin

Skráning í Strandagönguna 2016 er hafin. Skráningar skal senda á netfangið allaoskars@gmail.com í skráningunni þurfa að koma fram eftirfarandi upplýsingar:

Nafn keppenda

Fæðingarár

Félag  

Vegalengd

Gsm-símanúmer

28.02.2015 22:01

Úrslitin úr Strandagöngunni

Úrslitin úr 21. Strandagöngunni eru komin á síðuna undir liðnum úrslit.  Ef þið sjáið eitthvað athugavert við úrslitin hafið samband á facebook, í tölvupósti (sigrak@simnet.is) eða síma 8933592 (Ragnar).  Strandagangan var haldin í dag laugardaginn 28. febrúar 2015 í Selárdal,  Þátttakendur í göngunni voru alls 61.  Veður var ágætt til að byrja með hægviðri, frost 3 stig og jafnvel sólskin öðru hvoru, þegar leið á gönguna hvessti og fór að skafa og var síðasti hringurinn hjá sumum í 20 km vegalengdinni nokkuð strembinn þess vegna.  Myndir úr göngunni er að finna m.a. á mundipals.123.is og holmavik.123.is   Skíðafélag Strandamanna þakkar þeim sem komu og tóku þátt í Strandagöngunni fyrir þátttökuna.  Starfsmenn göngunnar fá góðar þakkir fyrir einstaklega vel unnin störf við framkvæmd göngunnar.  Sjáumst í 22. Strandagöngunni 2016.

27.02.2015 12:36

Strandagangan á morgun

Strandagangan verður haldin í Selárdal á morgun 28. febrúar, ræst er í 1 km kl. 12.30 og 5, 10 og 20 km kl. 13. Veðurspáin fyrir Selárdal á morgun er í lagi: Norðnorðaustan 7 m/s, 4 gráðu frost, skýjað með köflum og úrkomulítið.

25.02.2015 22:57

Strandagangan verður á laugardaginn

Við hvetjum fólk til að skrá sig sem fyrst í Strandagönguna sem haldin verður 28. febrúar.  Veðurspár hafa heldur farið batnandi fyrir helgina eftir fremur rysjótt veðurfar nú í vikunni þannig að við höldum okkur við þá áætlun að Strandagangan fari fram laugardaginn 28. febrúar, en sunnudagurinn 1. mars er varadagur.  Spáin fyrir laugardaginn segir norðaustan 6 m/s frost 4°c skýjað og smá él.  Breyttar snjómokstursreglur Vegagerðarinnar eru okkur hagstæðar þar sem nú er kominn 7 daga mokstur um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði í stað 6 daga moksturs undanfarin ár.  Aðalbjörg Óskarsdóttir tekur við skráningum í Strandagönguna á netfangið allaoskars@gmail.com eða á Facebook

23.02.2015 15:00

Allt að verða klárt fyrir Strandagönguna

Undirbúningur fyrir Strandagönguna 2015 gengur vel, verðlaunagripir verða veglegir eins og undanfarin ár, nægur snjór er í Selárdal og eru allar líkur á að hægt verði að ganga 10 km hring fram að Gilsstöðum í Selárdal.  Spáin fyrir helgina er einnig góð, en yr.no spáir hægri suðlægri átt og bjartviðri.  Við viljum hvetja fólk til að skrá sig sem fyrst í gönguna til að auðvelda undirbúning og minnum einnig á að hægt er að vera með í sveitakeppni í 5, 10 og 20 km vegalengdum þar sem samanlagður tími þriggja keppenda gildir.  Einnig viljum við hvetja börn á öllum aldri til að vera með í skíðaleikjadeginum sunnudaginn 1. mars kl. 10-12 í Selárdal.  Það er kjörið tækifæri að skella sér í leikhús á Hólmavík að Strandagöngunni lokinni á því Leikfélag Hólmavíkur? verður með 3. sýningu á leikritinu Sweeney Todd laugardaginn 28. febrúar kl. 20 í Félagsheimilinu á Hólmavík.

22.02.2015 22:27

Gisting

  Helstu gististaðir í nágrenni Selárdals eru:

Hótel Laugarhóll Bjarnarfirði 510 Hólmavík sími: 4513380

Gistiheimilið Malarhorn Grundargötu 17 520 Drangsnes sími: 4513238

Gistiþjónusta Sunnu Drangsnesi sími: 8461640 sunna@drangsnes.is

Finna Hótel Borgabraut 4 510 Hólmavík sími: 4513136

Steinhúsið Höfðaötu 1 510 Hólmavík sími: 8651911 steinhusid@simnet.is

Ferðaþjónustan Kirkjubóli 510 Hólmavík sími: 4513474 kirkjubol@strandir.is

Broddanes hostel Broddanesi 510 Hólmavík sími: 6181830

22.02.2015 22:15

Skráning hafin í Strandagönguna

Skráning í Strandagönguna 2015 er hafin.   Skráningar skal senda á netfangið allaoskars@gmail.com í skráningunni þurfa að koma fram eftirfarandi upplýsingar:

Nafn keppenda

Fæðingarár

Félag

Vegalengd

Gsm-símanúmer

07.01.2015 22:14

Strandagangan 2015

Strandagangan 2015 verður gengin 28. febrúar.

 

Sjáumst í 21. Strandagöngunni!

 

19.03.2014 22:45

Strandagangan 2014

Strandagangan 2014

Starfsmenn:

Göngustjóri:  Þorsteinn Sigfússon

Brautarstjóri:  Kristján Hólm Tryggvason

Brautarlagning: Kristján Hólm  Tryggvason

Hönnun brautar: Ragnar Bragason

Brautarverðir:  Úlfar Örn Hjartarson, Pétur Matthísson, Sigurður Árni Vilhjálmsson og Halldór Logi Friðgeirsson

Ræsir:  Þorsteinn Sigfússon

Tímaverðir:  Jón Stefánsson, Reynir Björnsson, Sigurlaug Stefánsdóttir, Steinar Þór Baldursson, Guðbrandur Ásgeir Sigurgeirsson

Ritari:  Bryndís Sveinsdóttir Hrefna Guðmundsdóttir og Dagbjört H. Torfadóttir

Djúsgjafar:  Lýður Jónsson, Theodór Þórólfsson

Skráning:  Aðalbjörg Óskarsdóttir

Tölvuvinnsla:  Aðalbjörg Óskarsdóttir og Kristján Hólm Tryggvason

Ljósmyndun:  Ingimundur Pálsson

Ljósmynd á auglýsingu fyrir Strandagönguna 2014:  Jón Halldórsson

 

Veitingar:

Þuríður Signý Friðriksdóttir, Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Kristján Hólm Tryggvason, Aðalbjörg Óskarsdóttir, Guðbjörg Hauksdóttir, Rósmundur Númason, Marta Sigvaldadóttir, María Mjöll Guðmundsdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Aðalheiður Ragnarsdóttir, Jóna Þórðardóttir, Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir, Guðrún Smáradóttir, Bryndís Sveinsdóttir, Ragnhildur Elíasdóttir, Jóhanna Rósmundsdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir.

 

Braut:

Vegalengdir: 1 km, 5 km, 10 km og 20 km.

Startað á Brandsholti.  1 km brautin sneri rétt fyrir framan Brandsholt og kom til baka yfir Brandsholtið samhliða hinni brautinni fyrir neðan markið þaðan gengið út neðan við Syrpu og komið inn í brautina utan við holtið og þaðan gegnum hliðið, framhjá Syrpu og í markið.  10 km hringurinn var þannig:  Start á Brandsholti gengið sem leið liggur fram á tún á Geirmundarstöðum þar tekin lykkja upp í brekkuna og aftur niður með fjárhúsum og íbúðarhúsi, farið yfir veginn og niður á eyrarnar niður í Jónshólma, þaðan gengið fram hólma fram að Gilsstöðum í gegnum hliðið, meðfram Torfholti, farið fram með íbúðarhúsinu og upp rétt fyrir framan það, snúið við Gunnarslund og gengið til baka eins og leið liggur með hlíðinni yfir rafmagnsgirðinguna skammt ofan við hliðið að Gilsstöðum, þaðan rennsli niður á flóðin, gengið upp Sandhólalautina við Geirmundarstaði, yfir Sigurðargarð að Einbúa og snúið þar, rennsli niður að Sandhólaskarði, gengið yfir hólinn á heimatúninu og þaðan langt rennsli niður túnið, síðan gengið með fram hlíðinni, fyrir ofan Brandsholt, fram hjá Syrpu, upp Rósabrekku og út á Múlaengi, þar gengið með fram hlíðinni út á enda á Múlaengi og þar snúið við og gengið til baka niður í Kistu, snúið í króknum, þaðan yfir hólinn gengið neðan við Syrpu og í mark á Brandsholti.  Í 5 km vegalengdinni var snúið við á hólnum á heimatúninu.

 

Veður:

Fyrst hæg Suðaustlæg átt síðar Suðvestanhviður á stöku stað í brautinni, skýjað og væta öðru hvoru, hiti um frostmark við start en hlýnaði fljótlega eftir það í 4°c.

Færi: 

Nýr blautur snjór ofan á gömlum snjó, snjóaði töluvert um nóttina og morguninn fyrir gönguna.  Flestir gengu á sandpappír eða heitum bauk og a.m.k. 1 á Rossa special klístri með bauk yfir.  Mun verra rennsli á seinni hringnum hjá þeim sem gengu 20 km vegna bleytu í sporunum.

Keppendur:

Ræstir alls 76 keppendur, 74 luku keppni, yngsti keppandinn var 4 ára og sá elsti 81 árs.  Keppendur í 1 km voru 19 talsins, í 5 km voru 22, 10 gengu 10 km og 25 gengu 20 km vegalengdina.

Verðlaun:

Þrír fyrstu keppendur í hverjum flokki fengu bikar.  Allir keppendur í göngunni og starfsmenn fengu blátt buff merkt Strandagöngunni.  Í tilefni þess að Strandagangan var gengin í 20. skipti voru veitt heiðursverðlaun þeim sem hafa lokið 10 og 20 göngum.

Þeir sem hafa lokið 10 göngum og tóku þátt í Strandagöngunni 2014:

Stefán Snær Ragnarsson, Hjörtur Þór Þórsson, Þórhallur Ásmundsson, Bragi Guðbrandsson, Ingvar Pétursson, Magnús Eiríksson, Rósmundur Númason, Úlfar Örn Hjartarson, Vignir Örn Pálsson, Birkir Þór Stefánsson, Jón Vilhjálmur Sigurðsson, Magnús Steingrímsson og Marta Sigvaldadóttir.

20 göngur: Ragnar Bragason

 

Skíðafélag Strandamanna þakkar keppendum fyrir þátttökuna í gönguna, starfsmenn göngunnar og fólkið sem sá um kaffihlaðborðið fá bestu þakkir fyrir vel unnin störf.  Kaupfélag Steingrímsfjarðar fær kærar þakkir fyrir stuðning sinn við gönguna 20. árið í röð.  Skíðafélag Strandamanna þakkar þessum aðilum kærlega fyrir stuðninginn sem og öllum þeim sem komu að göngunni á einhvern hátt og gerðu framkvæmd hennar mögulega

19.03.2014 11:29

Birkir og Katrín fyrst í 20 km

Birkir Þór Stefánsson og Katrín Árnadóttir voru fyrst í mark í 20 km vegalengdinni í 20.  Strandagöngunni sl. laugardag.  Birkir hlaut því að launum Sigfúsarbikarinn til varðveislu næsta árið.  Birkir tók afgerandi forustu í göngunni þegar 2 km voru búnir af göngunni þrátt fyrir að þurfa að ganga fyrstur í spori sem snjóað hafði í rétt fyrir gönguna og hélt hann forustunni allan tímann og kom rúmum 2 mínútum á undan næst manni í mark.  Þetta var í annað skiptið sem Birkir hlýtur Sigfúsarbikarinn en það var árið 2008 sem hann var fyrstur í mark þegar startað var við Víðivelli í Staðardal og gengið þaðan með veginum til Hólmavíkur þar sem markið var við Félagsheimilið á Hólmavík.

19.03.2014 11:26

Leiðrétt úrslit

Úrslitin í 1 km göngunni hafa verið leiðrétt, en það vantaði tíma Jórunnar Ingu Sigurgeirsdóttur SFÍ sem gekk 1 km á tímanum 9:34 mínútur.  Við biðjumst afsökunar á mistökunum.

15.03.2014 22:45

Úrslit Strandagöngunnar 2014

Úrslitin úr Strandagöngunni 2014 eru komin á vefinn undir liðnum úrslit 2014.  Þau mistök urðu hjá okkur í verðlaunaafhendingunni að í flokki karla 50-59 ára í 20 km vegalengdinni víxluðust tímar Viðars Más Matthíassonar og Árna Ingólfssonar, við biðjumst velvirðingar á mistökunum.

14.03.2014 13:34

Strandagangan á morgun

20. Strandagangan verður haldin á morgun laugardaginn 15. mars, start í 1 km vegalengdina er kl. 12.30 og í 5, 10 og 20 km kl. 13.  Veðurspáin gerir ráð fyrir dálítilli snjókomu fyrir hádegi á morgun en eftir hádegi á úrkoman að minnka og hlýna og snúast í suðvestanátt sem er yfirleitt hæg í Selárdal.   Brautin verður troðin í dag eftir kl. 15 og er stefnt á að troða hana aftur á morgun rétt fyrir start.

 

Við minnum á:

Skráningar skal senda á netfangið allaoskars@gmail.com

Einnig hægt að skrá sig á staðnum en skráningu lýkur kl. 12

Start í 1 km kl. 12.30

Start í 5, 10 og 20 km kl. 13

Muna að skrá sveitir í sveitakeppnina í 5, 10 og 20 km vegalengdunum

Eftir göngu er hægt að fara í sturtur og heita potta í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík.

Fyrirlestur hjá Sævari Birgissyni í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 15.40

Kaffihlaðborð og verðlaunaafhending hefst að fyrirlestri loknum, í fyrsta lagi kl. 16

Númerum skal skilað við innganginn í Félagsheimilið og gilda þau sem aðgöngumiði að kaffihlaðborðinu, frítt fyrir starfsmenn aðrir greiða 1.000 kr. á kaffihlaðborðið.

Flettingar í dag: 101
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 136266
Samtals gestir: 24114
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:36:55